Golf

Tiger skammt á eftir efstu mönnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tiger virðist vera að komast aftur í fremstu röð eftir erfiða tíma undanfarin ár
Tiger virðist vera að komast aftur í fremstu röð eftir erfiða tíma undanfarin ár vísir/getty

Skærasta stjarna golfsögunnar, Tiger Woods, hélt áfram að spila vel á öðrum hring Bridgestone Invitational mótsins sem fram fer á Firestone vellinum í Akron í Ohio fylki í Bandaríkjunum um helgina. 

Tiger er á samtals sex höggum undir pari eftir fyrstu tvo hringina og er jafn í 10.sæti ásamt fimm öðrum kylfingum og eru þeir fimm höggum á eftir efstu mönnum.

Englendingarnir Ian Poulter og Tommy Fleetwood ásamt Bandaríkjamanninum Justin Thomas eru jafnir í fyrsta sæti á samtals ellefu höggum undir pari.

Mótið er hluti af Heimsmótaröðinni og telur því bæði á stigalista PGA og Evrópumótaraðarinnar.

Keppni heldur áfram í dag og hefst útsending frá mótinu á Stöð 2 Sport 4 klukkan 16:00.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.