Facebook stekkur inn á stefnumótamarkaðinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. ágúst 2018 17:42 Brátt mun Facebook bjóða notendum upp á stefnumótaþjónustu. Vísir/Getty Samfélagsmiðlarisinn Facebook mun í náinni framtíð bjóða notendum sínum upp á stefnumótaeiginleika, ekki ósvipað smáforritinu Tinder. Viðbótin mun bera nafnið Facebook Dating og er talið að henni verði hleypt af stokkunum í febrúar á næsta ári. Viðbótin er eins og stendur í prófun meðal starfsmanna Facebook. Viðbótin mun para fólk saman byggt á nokkrum mismunandi þáttum, svo sem sameiginlegum vinum og áhugamálum, auk þess sem notendur geta sérstillt hverju þeir leita að í fari mögulegra framtíðarsálufélaga.Facebook tilkynnti áform sín um að halda út á stefnumótamarkaðinn fyrst í maí síðastliðinn, en nú hefur fengist staðfest að samfélagsmiðlarisinn mun ekki gefa út forrit sérstaklega ætlað til makaleitar, heldur verður Facebook Dating viðbót við sjálft Facebook-forritið. Facebook Dating mun bjóða upp á ýmsa aðlögunarfítusa sem gera notkun á viðbótinni eins persónulega og hægt er. Til að mynda verður í boði fyrir notendur að skilgreina sig á fleiri vegu en sem karlkyns eða kvenkyns. Einnig geta notendur ákveðið hvort þeir fela aðgang sinn í viðbótinni fyrir fésbókarvinum sínum sem kunna að vera á Facebook Dating. Ákveði tvær manneskjur að lýsa yfir áhuga hvor á annarri mun viðbótin síðan tengja þau saman á skilaboðaforritunum Messenger eða WhatsApp, sem bæði eru á vegum Facebook. Viðbótin verður eingöngu í boði fyrir þá sem teljast fullorðnir í sínu heimalandi, þannig að viðbótin verður opin öllum 18 ára og eldri hér á landi. Tækni Tengdar fréttir Facebook býður upp á stefnumótaþjónstu Mark Zuckerberg, forstöðumaður Facebook segir að fyrirtækið muni brátt bjóða upp á stefnumótaþjónustu. 1. maí 2018 19:56 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Samfélagsmiðlarisinn Facebook mun í náinni framtíð bjóða notendum sínum upp á stefnumótaeiginleika, ekki ósvipað smáforritinu Tinder. Viðbótin mun bera nafnið Facebook Dating og er talið að henni verði hleypt af stokkunum í febrúar á næsta ári. Viðbótin er eins og stendur í prófun meðal starfsmanna Facebook. Viðbótin mun para fólk saman byggt á nokkrum mismunandi þáttum, svo sem sameiginlegum vinum og áhugamálum, auk þess sem notendur geta sérstillt hverju þeir leita að í fari mögulegra framtíðarsálufélaga.Facebook tilkynnti áform sín um að halda út á stefnumótamarkaðinn fyrst í maí síðastliðinn, en nú hefur fengist staðfest að samfélagsmiðlarisinn mun ekki gefa út forrit sérstaklega ætlað til makaleitar, heldur verður Facebook Dating viðbót við sjálft Facebook-forritið. Facebook Dating mun bjóða upp á ýmsa aðlögunarfítusa sem gera notkun á viðbótinni eins persónulega og hægt er. Til að mynda verður í boði fyrir notendur að skilgreina sig á fleiri vegu en sem karlkyns eða kvenkyns. Einnig geta notendur ákveðið hvort þeir fela aðgang sinn í viðbótinni fyrir fésbókarvinum sínum sem kunna að vera á Facebook Dating. Ákveði tvær manneskjur að lýsa yfir áhuga hvor á annarri mun viðbótin síðan tengja þau saman á skilaboðaforritunum Messenger eða WhatsApp, sem bæði eru á vegum Facebook. Viðbótin verður eingöngu í boði fyrir þá sem teljast fullorðnir í sínu heimalandi, þannig að viðbótin verður opin öllum 18 ára og eldri hér á landi.
Tækni Tengdar fréttir Facebook býður upp á stefnumótaþjónstu Mark Zuckerberg, forstöðumaður Facebook segir að fyrirtækið muni brátt bjóða upp á stefnumótaþjónustu. 1. maí 2018 19:56 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Facebook býður upp á stefnumótaþjónstu Mark Zuckerberg, forstöðumaður Facebook segir að fyrirtækið muni brátt bjóða upp á stefnumótaþjónustu. 1. maí 2018 19:56