Golf

Auðvelt hjá Justin Thomas

Anton Ingi Leifsson skrifar
Thomas sáttur með bikarinn eftir sigurinn.
Thomas sáttur með bikarinn eftir sigurinn. vísir/getty

Justin Thomas kom, sá og sigraði á Bridgestone mótinu en það er huti af PGA mótaröðinni. Þetta var þriðji sigur Thomas á tímabilinu.

Hann hafði spilað afar vel fyrstu þrjá dagina og varð á engin mistök á fjórða og síðasta hringnum. Spennan var engin og Thomas sigldi sigrinum í höfn.

Hann spilaði samtals hringina fjóra á fimmtán höggum undir pari en næstur kom samlandi hans, Bandaríkjamaðurinn Kyle Stanley, á ellefu höggum undir pari.

Í þriðja sæti var svo Daninn Thorbjørn Olesen. Hann spilaði á tíu höggum undir pari en hann og Dustin Johnson voru jafnaðir í þriðja til fjórða sætinu. Nokkuð óvænt að sjá Dana svona ofarlega.

Tiger Woods endaði í 31. sæti eftir að hafa verið í toppbaráttunni framan af. Slakur þriðji hringur gerði það að verkum að Tiger helltist úr lestinni og því fór sem fór.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.