Innlent

Hvasst og blautt á Austurlandi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá Austurlandi
Frá Austurlandi Vísir/pjetur

Gular viðvaranir á austurhluta landsins setja svip á veðurkort Veðurstofunnar í dag. Gert er ráð fyrir talsverðri eða mikilli rigningu á Austfjörðum, Austurlandi að Glettingi og á miðhálendinu.

Ætla má að þar verði einhverjir vatnavextir í dag. Þá verður að öllum líkindum stormur á suðausturhorninu í dag og gætu hviður náð 35 m/s austan Öræfa. Er því um að ræða varasamt ferðaveður fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.

Sjá einnig: Varasamar vindhviður þvert á veg

Annars verða norðanáttir ríkjandi næstu daga. Að frátöldum fyrrnefndum stormi undir Vatnajökli fram á kvöld verður vindur almennt hægur á landinu. Einnig verður fremur svalt á norðanverðu landinu, „en mun hlýrra syðra,“ eins og veðurfræðingur orðar það.

Hiti verður þannig um 5 til 10 stig fyrir norðan, en 10 til 17 sunnan heiða.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Norðvestlæg átt, 8-13 m/s og lítilsháttar rigning NA-til, en annars hægari og skýjað með köflum. Hiti 4 til 9 stig N-lands, en 10 til 17 stig syðra.

Á fimmtudag:
Norðvestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og skýjað með köflum, dálítil væta austast, en bjartviðri syðra. Hiti 5 til 10 stig NA-til, en annars 10 til 16 stig.

Á föstudag og laugardag:
Hæg norðlæg átt eða breytileg átt og bjart með köflum, en skýjað fyrir austan og sums staðar lítilsháttar væta. Hiti 8 til 16 stig, svalast úti við N- og A-ströndina.

Á sunnudag:
Hægviðri, léttir víða til og hlýnar í veðri.

Á mánudag:
Útlit fyrir hæga vinda, bjart og hlýtt veður víða á landinu, en suðaustankalda og sums staðar vætu við SV-ströndina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.