Öruggur sigur Birgis og Axels í fyrsta leik á EM Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. ágúst 2018 14:50 Axel Bóasson er Íslandsmeistari í golfi 2018 mynd/golf.is Íslandsmeistarinn Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson unnu fyrsta leik sinn á EM í golfi örugglega í Skotlandi í dag. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir töpuðu sínum fyrsta leik. Í dag hófst keppni á EM í golfi. Nýju móti sem fór af stað í tengslum við nýtt fyrirkomulag á Evrópumeistaramótum þar sem keppt er í fjölmörgum íþróttum á sama tíma, meðal annars sundi og frjálsum íþróttum. Í golfkeppninni er keppt í liðakeppni í svokölluðum fjórbolta í holukeppni. Þá leika báðir keppendur beggja liða holurnar og betra samanlagt skor liðsins telur á hverri holu. Birgir Leifur og Axel mættu þeim Lars Buijs og Christopher Mivis í fyrsta leik. Þeir unnu 6&5, það er þeir voru með sex holu forystu þegar aðeins fimm holur voru eftir og því ómögulegt fyrir Belgana að ná þeim og leik hætt. Ólafía Þórunn og Valdís Þóra mættu Michele Thomson og Meghan Maclaren frá Bretlandi. Þær töpuðu viðureigninni 5&4. Keppt er í riðlum á mótinu þar sem fjögur lið eru í hverjum riðli. Efsta lið hvers riðli komast í undanúrslit. Bæði pör eru aftur í eldlínunni á morgun. Þá mæta Axel og Birgir Leifur ítölsku liði en Ólafía og Valdís keppa gegn Finnum. Keppt er á Gleneagles vellinum í Skotlandi. Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Íslandsmeistarinn Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson unnu fyrsta leik sinn á EM í golfi örugglega í Skotlandi í dag. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir töpuðu sínum fyrsta leik. Í dag hófst keppni á EM í golfi. Nýju móti sem fór af stað í tengslum við nýtt fyrirkomulag á Evrópumeistaramótum þar sem keppt er í fjölmörgum íþróttum á sama tíma, meðal annars sundi og frjálsum íþróttum. Í golfkeppninni er keppt í liðakeppni í svokölluðum fjórbolta í holukeppni. Þá leika báðir keppendur beggja liða holurnar og betra samanlagt skor liðsins telur á hverri holu. Birgir Leifur og Axel mættu þeim Lars Buijs og Christopher Mivis í fyrsta leik. Þeir unnu 6&5, það er þeir voru með sex holu forystu þegar aðeins fimm holur voru eftir og því ómögulegt fyrir Belgana að ná þeim og leik hætt. Ólafía Þórunn og Valdís Þóra mættu Michele Thomson og Meghan Maclaren frá Bretlandi. Þær töpuðu viðureigninni 5&4. Keppt er í riðlum á mótinu þar sem fjögur lið eru í hverjum riðli. Efsta lið hvers riðli komast í undanúrslit. Bæði pör eru aftur í eldlínunni á morgun. Þá mæta Axel og Birgir Leifur ítölsku liði en Ólafía og Valdís keppa gegn Finnum. Keppt er á Gleneagles vellinum í Skotlandi.
Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira