Viðskipti innlent

Bandaríkjamenn komu í veg fyrir fækkun

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Samsetning ferðamannahópsins er að breyta.
Samsetning ferðamannahópsins er að breyta. Vísir/ernir

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar voru brottfarir erlendra farþega frá Íslandi rúmlega 278.600 í júlí sem er 2,5% fjölgun miðað við júlí í fyrra.

Fram kemur í tilkynningu frá Ferðamálastofu að fjölgunin í júlí byggi að mestu leyti á Bandaríkjamönnum sem hafa aukið hlutdeild sína til muna. Rúmlega 27% fleiri Bandaríkjamenn fóru frá Leifsstöð í júlí í ár en á sama tíma í fyrra. Norðurlandabúum, Bretum, Frökkum, Þjóðverjum og Kanadamönnum, sem einnig tilheyra mikilvægum markaðssvæðum fyrir Ísland, fækkaði hins vegar um 9-19% í júlí á milli ára. Ef fjöldi Bandaríkjamanna hefði staðið í stað milli ára hefði brottfararfarþegum í júlí fækkað um 5,6%.

Frá áramótum hafa rúmlega 1.300 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi um Leifsstöð sem er tæplega 5% fjölgun miðað við sama tímabil í fyrra.

„Athygli vekur að raunfjöldi brottfararfarþega í júlí er nokkru meiri en uppfærð spá ISAVIA fyrir ferðasumarið 2018 sem kynnt var í 30. maí sl. Þar var áætlað að fjöldi erlendra brottfararfarþega yrði tæplega 242 þúsund í júlí eða 36 þúsundum færri en fóru frá landi. Sömu sögu er að segja í júní en þá fóru rúmlega 19 þúsund fleiri farþegar frá Íslandi en gert var ráð fyrir í spá ISAVIA,“ segir í tilkynningunni.

Rúmlega 66 þúsund Íslendingar fóru utan í júlí í ár eða 6% fleiri en í júlí 2017. Samtals voru brottfarir Íslendinga á tímabilinu janúar til júlí rúmlega 389 þúsund talsins eða 10,7% fleiri en á sama tímabili árið 2017.


Tengdar fréttir

Stöðnun í farþegaflutningum Icelandair

Það sem af er ári hefur farþegum Icelandair aðeins fjölgað um 0,1 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Sætanýting hefur auk þess verið lakari alla mánuðina nema einn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.