Golf

Annar sigur hjá Axel og Birgi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. getty

Birgir Leifur Hafþórsson og Axel Bóasson unnu annan leik sinn á EM í golfi sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi.

Andstæðingar Birgis og Axels í dag voru þeir Guido Miglozzi og Lorenzo Gagli frá Ítalíu. Þeir töpuðu sínum fyrsta leik í gær á meðan Axel og Birgir unnu.

Á mótinu er keppt í fjórbolta í holukeppni. Þegar tíu holur voru búnar voru þeir ítölsku komnir með þriggja holu forystu. Þá settu Axel og Birgir hins vegar í næsta gír og þeir unnu næstu þrjár holur og jöfnuðu leikinn þegar fimm holur voru eftir.

Nokkuð jafnt var með þeim á næstu holum en svo fór að Axel og Birgir unnu 2&1, þeir voru með tveggja holu forystu fyrir síðustu holuna og þá var leiknum lokið.

Axel og Birgir eru því með fjögur stig eftir tvo leiki í D riðili. Hinum leik riðilsins er ekki lokið, þar eru Norðmennirnir og Belgarnir jafnir þegar tvær holur eru eftir þegar þessi frétt er skrifuð. Norðmennirnir voru með tvö stig fyrir daginn í dag en Belgarnir ekkert.

Efsta lið hvers riðils kemst áfram í undanúrslit, Axel og Birgir mæta Norðmönnunum á morgun í leik sem gæti orðið úrslitaleikur um sæti í undanúrslitunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.