Golf

Ólafía og Valdís gerðu jafntefli

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Valdís Þóra og Ólafía Þórunn.
Valdís Þóra og Ólafía Þórunn. mynd/gsí

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eiga ekki möguleika á að komast áfram í undanúrslit á EM í golfi þrátt fyrir jafntefli við Noora Komulainen og Ursula Wikstrom frá Finnlandi.

Leikurinn í dag var mjög jafn eins og gefur að skilja miðað við úrslitin.

Þegar tvær holur voru eftir voru Ólafía og Valdís tveimur holum undir. Þær unnu 17. holuna og þá 18. og náðu jafntefli.

Ólafía og Valdís töpuðu fyrsta leik sínum við lið frá Bretlandi í gær. Bretarnir unnu austurrískt lið í dag og eru því með fjögur stig í efsta sæti riðilsins. Sama hvað Ólafía og Valdís gera gegn Austurríkiskonunum á morgun geta þær því aldrei farið yfir þær bresku og möguleikinn á undanúrslitum úr sögunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.