Viðskipti innlent

Samkeppniseftirlitið heimilar samruna N1 og Festi

Sylvía Hall skrifar
N1 skuldbindur sig til aðgerða sem miða að því að efla og vernda virka samkeppni.
N1 skuldbindur sig til aðgerða sem miða að því að efla og vernda virka samkeppni. Vísir/Arnþór Birkisson

Samkeppniseftirlitið heimilaði í dag kaup N1 á Festi, sem rekur meðal annars verslanir Krónunnar og Elko. Í fréttatilkynningu kemur fram að samruninn sé háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um.

Með skilyrðunum skuldbinda samrunaaðilarnir sig til aðgerða sem miða að því að efla og vernda virka samkeppni á eldsneytis- og dagvörumörkuðum og bregðast við þeirri röskun á samkeppni sem samruninn myndi annars hafa í för með sér.

Sjá einnig: N1 tilbúið að selja bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Festi

Þá skuldbindur N1 sig til að selja eldsneytisstöðvar Dælunnar til nýs keppinautar og auka aðgengi endurseljenda að birgðarými, dreifingu og eldsneyti í heildsölu og tryggja samkeppnislegt sjálfstæði félagsins.

Þá þarf N1 einnig selja verslunina Kjarval á Hellu, en með þessu er brugðist við því að samruninn hafi skaðleg áhrif á samkeppni á Hvolsvelli og Hellu. Samrunaaðilar reka þar samtals þrjár verslanir.

Þessar aðgerðir af hálfu N1 eru víðtækari en áður voru kynntar við meðferð málsins, en umræddur samruni hefur tvígang komið til rannsóknar Samkeppniseftirlitsins. Undir lok fyrri rannsóknar ákváðu samrunaaðilar að draga samrunatilkynningu til baka og birtu aðra tilkynningu með skilyrðum sem voru til þess fallnar að ryðja úr vegi mögulegri samkeppnisröskun.

Hægt er að lesa nánar um samrunann á síðu Samkeppniseftirlitsins.


Tengdar fréttir

Á von á umfangsmiklum skilyrðum

Sérfræðingur í samkeppnisrétti telur líklegt að Samkeppniseftirlitið samþykki kaup Haga á Olís. Hins vegar vilji yfirvöld sennilega setja kaupunum skilyrði í því augnamiði að ýta úr vegi aðgangshindrunum að eldsneytismarkaðinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.