Golf

Valdís Þóra: Völlurinn mýkri en í Skotlandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Valdís er spennt fyrir helginni.
Valdís er spennt fyrir helginni. vísir/getty

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hefur leik á fimmtudaginn á Opna breska meistaramótinu sem fer fram á Englandi um helgina.

Valdís Þóra var við keppni á Opna skoska um síðustu helgi en komst þar ekki í gegnum niðurskurðinn eftir erfiðan fyrsta hring.

Hún fór beint frá Opna skoska yfir til Englands þar sem hún hefur æft síðustu daga og er spennt fyrir komandi dögum á þessu risamóti.

„Tilfinningin er bara fín og það er gaman að vera komin hingað á þetta risamót,“ segir Valdís Þóra i samtali við Golf.is. „Royal Lytham & St Annes er í hæsta gæðaflokki. Hann er aðeins mýkri en völlurinn í síðasta móti í Skotlandi.”

„Það hefur rignt aðeins hérna s.l. daga. Völlurinn er með nokkrar langar par 4 holur og einnig nokkrar stuttar par 4. Markmiðið er að spila eins og vel og hægt er, og vonandi verður skorið gott.”

Þetta er annað risamót Valdísar á ferlinum en hún spilaði á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Hún verður með kylfubera frá Skotlandi.

„Ég verð með kylfubera frá Skotlandi en hann var með mér í síðustu viku á mótinu í Skotlandi. Hann heitir Paul MacMichael og starfar sem kylfuberi á Gleneagles vellinum í Skotlandi,“ sagði Valdís.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.