Viðskipti innlent

Verðið hækkaði hvað mest á Íslandi

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Verðhækkunin á húsnæði í fyrra sú mesta frá árinu 2005
Verðhækkunin á húsnæði í fyrra sú mesta frá árinu 2005 Vísir/egill

Húsnæðisverð hækkaði hvergi meira í heiminum að raunvirði en á Íslandi í fyrra, að því er fram kemur í nýlegri úttekt greiningarfyrirtækisins Global Property Guide. Alls hækkaði raunverð húsnæðis hér á landi um 12,88 prósent á árinu en sérfræðingar fyrirtækisins rekja hækkunina til mikils vaxtar í ferðaþjónustu og takmarkaðs framboðs á húsnæði, sér í lagi í höfuðborginni.

Bent er á að verðhækkunin í fyrra hafi verið sú mesta frá árinu 2005. Næstmesta hækkunin var í Hong Kong þar sem húsnæðisverð hækkaði um 12,81 prósent að raunvirði á síðasta ári en þar á eftir kom Írland þar sem hækkunin nam 11,92 prósentum. Til samanburðar hækkaði raunverð húsnæðis um 6,11 prósent í Svíþjóð en í Noregi lækkaði verðið hins vegar um 0,60 prósent. Húsnæðisverð hækkaði einnig mest allra ríkja hér á landi að nafnvirði eða alls um 15 prósent á síðasta ári.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.