Formúla 1

Stefnt að kappakstri í Miami árið 2020

Bragi Þórðarson skrifar
Verður Vettel við keppni í Miami 2020?
Verður Vettel við keppni í Miami 2020? vísir/getty

Áætlað var að halda Formúlu 1 kappakstur í stórborginni Miami í október á næsta ári. Ljóst er að brautin sem verður á götum borgarinnar verður ekki tilbúin fyrir þann tíma.

Þess í stað hafa skipuleggjendur keppninnar, í samstarfi við borgaryfirvöld í Miami, ákveðið að fresta keppninni um eitt ár eða til ársins 2020.

„Stefnan er að gera Formúlu 1 vinsælli í Bandaríkjunum,” sagði Sean Bratches, markaðsstjóri Formúlunnar í vikunni.

„Til þess þurfum við auka keppnirnar í norður Ameríku og sérstaklega í stórborgum eins og Miami‘‘ bætti Bratches við.

Í stað kappaksturs í Miami á næsta ári er stefnt að því að halda svokallaða Formúlu hátíð þar sem lið muni keyra bíla sína á götum borgarinnar og ökumenn geta hitt aðdáendur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.