Gagnrýna flugfélögin vegna gildistíma gjafabréfa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júlí 2018 15:34 Neytandasamtökin segjast ekki geta ráðlagt fólki að kaupa gjafabréf flugfélaganna. Fréttablaðið/GVA Neytendasamtökin segja að þau gjafabréf sem langmest er kvartað yfir til samtakanna séu gjafabréf flugfélaganna. Allt of algengt sé að gildistími þeirra renni út áður en eigandinn nær að nýta sér inneignina og eru samtökin gagnrýnin á Icelandair og WOW air vegna gjafabréfanna.Í frétt á vef samtakanna segir að samtökin hafi í gegnum tíðina gagnrýnt skamman gildistíma gjafabréfanna og telja samtökin að eðlilegur gildistími þeirra ætti að vera fjögur ár, sem sé almennur fyrningarfrestur á kröfum. Gildistími á gjafabréfum Icelandair er tvö ár en WOW air seldi gjafabréf sem voru í gildi í eitt ár, en er hætt að selja gjafabréf eftir kvörtun Neytendasamtakanna. „Samkvæmt þeim kvörtunum sem samtökunum berast vegna gjafabréfa WOW air hefur hins vegar verið lítill vilji til að framlengja gildistímann. Neytendasamtökin hvetja WOW air til að leysa úr þeim gjafabréfamálum sem út af standa enda skilmálar gjafabréfanna beinlínis ósanngjarnir,“ segir í fréttinni þar sem einnig er bent á að enn berist kvartanir vegna gjafabréfa WOW air þrátt fyrir að látið hafi verið af sölu þeirra. Þá berist einnig kvartanir vegna gjafabréfa Icelandair en þær eru færri enda gildistíminn aðeins lengri. Hvetja samtökin þó Icelandair til þess að lengja gildistímann í fjögur ár. „Fyrirtæki sem selja gjafabréf hafa fengið fjármagn inn í reksturinn og í raun mætti í þessu sambandi tala um vaxtalaust lán. Það er því í hæsta máta óeðlilegt að inneignin fyrnist án þess að neytandinn hafi nokkuð um það að segja,“ segir í fréttinni og ráðleggja samtökin neytendum ekki að kaupa gjafabréf flugfélaganna. Fréttir af flugi Icelandair Neytendur WOW Air Tengdar fréttir „Óþolandi“ að fyrirtæki skilyrði gildistíma gjafabréfa Í leiðbeinandi reglum um skilarétt er talað um fjögurra ára gildistíma á gjafabréfum en fjölmörg fyrirtæki hafa gildistíma mun styttri. 18. mars 2018 12:12 Óljós réttur neytenda varðandi gjafabréf Níu þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skipaður verði starfshópur til að fara yfir verklagsreglur varðandi skilarétt neytenda og tímamörk varðandi gjafabréf og inneignarnótur. Flutningsmaður tillögunnar segir að réttur neytenda í þessum málum sé óljós og reglurnar mismunandi eftir verslunum. 28. mars 2018 14:08 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Neytendasamtökin segja að þau gjafabréf sem langmest er kvartað yfir til samtakanna séu gjafabréf flugfélaganna. Allt of algengt sé að gildistími þeirra renni út áður en eigandinn nær að nýta sér inneignina og eru samtökin gagnrýnin á Icelandair og WOW air vegna gjafabréfanna.Í frétt á vef samtakanna segir að samtökin hafi í gegnum tíðina gagnrýnt skamman gildistíma gjafabréfanna og telja samtökin að eðlilegur gildistími þeirra ætti að vera fjögur ár, sem sé almennur fyrningarfrestur á kröfum. Gildistími á gjafabréfum Icelandair er tvö ár en WOW air seldi gjafabréf sem voru í gildi í eitt ár, en er hætt að selja gjafabréf eftir kvörtun Neytendasamtakanna. „Samkvæmt þeim kvörtunum sem samtökunum berast vegna gjafabréfa WOW air hefur hins vegar verið lítill vilji til að framlengja gildistímann. Neytendasamtökin hvetja WOW air til að leysa úr þeim gjafabréfamálum sem út af standa enda skilmálar gjafabréfanna beinlínis ósanngjarnir,“ segir í fréttinni þar sem einnig er bent á að enn berist kvartanir vegna gjafabréfa WOW air þrátt fyrir að látið hafi verið af sölu þeirra. Þá berist einnig kvartanir vegna gjafabréfa Icelandair en þær eru færri enda gildistíminn aðeins lengri. Hvetja samtökin þó Icelandair til þess að lengja gildistímann í fjögur ár. „Fyrirtæki sem selja gjafabréf hafa fengið fjármagn inn í reksturinn og í raun mætti í þessu sambandi tala um vaxtalaust lán. Það er því í hæsta máta óeðlilegt að inneignin fyrnist án þess að neytandinn hafi nokkuð um það að segja,“ segir í fréttinni og ráðleggja samtökin neytendum ekki að kaupa gjafabréf flugfélaganna.
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur WOW Air Tengdar fréttir „Óþolandi“ að fyrirtæki skilyrði gildistíma gjafabréfa Í leiðbeinandi reglum um skilarétt er talað um fjögurra ára gildistíma á gjafabréfum en fjölmörg fyrirtæki hafa gildistíma mun styttri. 18. mars 2018 12:12 Óljós réttur neytenda varðandi gjafabréf Níu þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skipaður verði starfshópur til að fara yfir verklagsreglur varðandi skilarétt neytenda og tímamörk varðandi gjafabréf og inneignarnótur. Flutningsmaður tillögunnar segir að réttur neytenda í þessum málum sé óljós og reglurnar mismunandi eftir verslunum. 28. mars 2018 14:08 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
„Óþolandi“ að fyrirtæki skilyrði gildistíma gjafabréfa Í leiðbeinandi reglum um skilarétt er talað um fjögurra ára gildistíma á gjafabréfum en fjölmörg fyrirtæki hafa gildistíma mun styttri. 18. mars 2018 12:12
Óljós réttur neytenda varðandi gjafabréf Níu þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skipaður verði starfshópur til að fara yfir verklagsreglur varðandi skilarétt neytenda og tímamörk varðandi gjafabréf og inneignarnótur. Flutningsmaður tillögunnar segir að réttur neytenda í þessum málum sé óljós og reglurnar mismunandi eftir verslunum. 28. mars 2018 14:08
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent