Viðskipti innlent

Eigið fé Túnfljóts neikvætt um 114 milljónir

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Magnús Pálmi Örnólfsson hefur verið einn stærsti hluthafi Heimavalla frá stofnun og sat um hríð í stjórn þess.
Magnús Pálmi Örnólfsson hefur verið einn stærsti hluthafi Heimavalla frá stofnun og sat um hríð í stjórn þess. Fréttablaðið/Stefán Karlsson

Eigið fé Túnfljóts, fjárfestingarfélags Magnúsar Pálma Örnólfssonar sem haldið hefur á hlutum í leigufélaginu Heimavöllum, var með neikvætt fé upp á 114 milljónir króna við árslok. Helsta eign félagsins var 4,9 prósenta hlutur í Heimavöllum sem metinn var á 527 milljónir króna í bókum þess. Það átti jafnframt 248 milljóna króna kröfu á tengd félög. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi.

Magnús Pálmi Örnólfsson

Túnfljót skuldaði tæplega 900 milljónir við árslok. Þar af voru 814 milljónir á gjalddaga í ár. Eigið fé Iðusteina, móðurfélags Túnfljóts, var 61 milljón króna árið 2016. Félagið hefur ekki birt ársreikning fyrir síðasta ár.

Magnús Pálmi, sem var um tíma forstöðumaður gjaldeyrismiðlunar Glitnis, hefur verið einn stærsti hluthafi Heimavalla frá stofnun og sat um hríð í stjórn félagsins.

Hann hefur upplýst í frétt á frettabladid.is að Túnfljót hafi átt 500 milljónir hluta í Heimavöllum og tíu prósent af þeim bréfum hafi á fyrsta viðskiptadegi verið færð til Iðusteina.

Markaðsvirði fyrrgreindra hluta væri nú samanlagt 590 milljónir króna. Félög í eigu Magnúsar er ekki að finna á lista yfir 20 stærstu hluthafa. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar.

Túnfljót skuldaði Kviku banka 434 milljónir á 8,3 prósenta vöxtum og Hrafna-Flóka 380 milljónir á 5 prósenta vöxtum sem greiða þurfti í ár. Virði hlutabréfa Heimavalla hefur lækkað um 15 prósent frá skráningu í lok maí miðað við meðalgengi í hlutafjárútboðinu. 


Tengdar fréttir

Heimavellir fá lungann af leiguíbúðalánunum

Íbúðalánasjóður hefur veitt 18 milljarða króna af lánum vegna leiguíbúða. Skilyrði er að félögin séu ekki rekin í hagnaðarskyni. Þó hafa 12 milljarðar verið lánaðir til félaga sem ekki teljast félagsleg.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
2,21
10
142.308
KVIKA
2,21
13
48.373
REGINN
1,72
8
391.800
EIM
1,46
2
8.788
REITIR
1,33
5
168.455

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-1,16
10
6.635.009
SIMINN
-0,74
4
120.650
ORIGO
-0,71
3
12.146
MARL
-0,38
12
120.833
HAGA
-0,34
3
44.480
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.