Stór eigandi Heimavalla seldi við skráningu Helgi Vífill Júlíusson skrifar 30. maí 2018 06:00 Kvika hefur haft milligöngu um sölu á stórum hluta bréfa Heimavalla. Stór hluthafi í leigufélaginu Heimavellir, sem skráð var á hlutabréfamarkað á fimmtudag, hefur selt í félaginu með aðstoð fjárfestingarbankans Kviku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Sú sala var lóð á vogarskálarnar þegar hlutabréfin lækkuðu um 10 prósent á fyrstu tveimur dögunum sem Heimavellir var skráð markað. Á mánudaginn hækkuðu bréfin um 7,5 prósent en lækkuðu um 2,3 prósent í gær. Frá útboðinu hafa hlutabréfin lækkað um 5 prósent miðað við vegið meðaltal útboðsgengis. Fyrstu þrjá dagana sem leigufélagið var skráð á hlutabréfamarkað hafði Kvika milligöngu um 75-86 prósent viðskiptanna mælt í veltu, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Megnið af sölunni má rekja til fyrrnefnds hluthafa. Kvika á hlutabréf í Heimavöllum sem metin eru á innan við hundrað milljónir króna að markaðsvirði. Þau bréf hafa ekki verið seld. Heimildir herma að bankinn hafi hvorki skortselt Heimavelli né tali fyrir því við viðskiptavini. Veltan með bréfin var samanlagt um 600 milljónir fyrstu þrjá dagana. Sérfræðingar á markaði telja að rót vandans sé að kauphliðin sé veik um þessar mundir vegna þess að lífeyrissjóðir haldi að sér höndum þegar kemur að Heimavöllum. Það er meðal annars rakið til óvæginnar umræðu verklýðsforkólfa um leigufélög. Lífeyrissjóðir fjárfesta eru ekki í félaginu meðal annars til að forðast orðsporsáhættu. Kvika átti upphaflega að leiða söluferli á hlutabréfum Heimavalla samhliða skráningu á hlutabréfamarkað en fallið var frá því og Landsbankinn ráðinn í staðinn. Samkvæmt heimildum blaðsins má rekja þá ákvörðun einkum til þess að Kvika taldi að gengið sem eigendur Heimavalla fóru fram á væri of hátt. Stjórnendur Heimavalla stefna að því að endurfjármagna lán með því að gefa út skuldabréf á markaði í haust, samkvæmt öðrum heimildum Markaðarins. Vegið meðaltal vaxta verðtryggðra lána félagsins er 4,4 prósent en samkvæmt fjárfestakynningu Heimavalla hafa fasteignafélög aflað lánsfjár á skuldabréfamarkaði á kjörunum 3,5-3,7 prósent verðtryggt. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Enn lækka bréf í Heimavöllum Hlutabréf í Heimavöllum féllu um 3,2 prósent í verði í tæplega 200 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í gær, á öðrum viðskiptadegi bréfanna. 26. maí 2018 06:00 Bréfin lækkuðu um 11 prósent frá útboðsgengi Gengi hlutabréfa í Heimavöllum var 1,24 krónur á hlut í lok fyrsta viðskiptadags með bréfin í Kauphöll Íslands í gær og er það tæplega 11 prósenta lækkun frá meðalgengi í hlutafjárútboðinu fyrr í mánuðinum sem var 1,39 krónur á hlut. 25. maí 2018 06:00 Telur vaxtalækkun geta lækkað leigu Forstjóri Heimavalla segir umræðu um hátt leiguverð ekki hafa verið félaginu til góðs. Helmings lækkun vaxta gæti lækkað leiguverð um 20 prósent. Viðskipti með bréf félagsins í Kauphöll Íslands hefjast í dag. 24. maí 2018 08:00 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Stór hluthafi í leigufélaginu Heimavellir, sem skráð var á hlutabréfamarkað á fimmtudag, hefur selt í félaginu með aðstoð fjárfestingarbankans Kviku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Sú sala var lóð á vogarskálarnar þegar hlutabréfin lækkuðu um 10 prósent á fyrstu tveimur dögunum sem Heimavellir var skráð markað. Á mánudaginn hækkuðu bréfin um 7,5 prósent en lækkuðu um 2,3 prósent í gær. Frá útboðinu hafa hlutabréfin lækkað um 5 prósent miðað við vegið meðaltal útboðsgengis. Fyrstu þrjá dagana sem leigufélagið var skráð á hlutabréfamarkað hafði Kvika milligöngu um 75-86 prósent viðskiptanna mælt í veltu, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Megnið af sölunni má rekja til fyrrnefnds hluthafa. Kvika á hlutabréf í Heimavöllum sem metin eru á innan við hundrað milljónir króna að markaðsvirði. Þau bréf hafa ekki verið seld. Heimildir herma að bankinn hafi hvorki skortselt Heimavelli né tali fyrir því við viðskiptavini. Veltan með bréfin var samanlagt um 600 milljónir fyrstu þrjá dagana. Sérfræðingar á markaði telja að rót vandans sé að kauphliðin sé veik um þessar mundir vegna þess að lífeyrissjóðir haldi að sér höndum þegar kemur að Heimavöllum. Það er meðal annars rakið til óvæginnar umræðu verklýðsforkólfa um leigufélög. Lífeyrissjóðir fjárfesta eru ekki í félaginu meðal annars til að forðast orðsporsáhættu. Kvika átti upphaflega að leiða söluferli á hlutabréfum Heimavalla samhliða skráningu á hlutabréfamarkað en fallið var frá því og Landsbankinn ráðinn í staðinn. Samkvæmt heimildum blaðsins má rekja þá ákvörðun einkum til þess að Kvika taldi að gengið sem eigendur Heimavalla fóru fram á væri of hátt. Stjórnendur Heimavalla stefna að því að endurfjármagna lán með því að gefa út skuldabréf á markaði í haust, samkvæmt öðrum heimildum Markaðarins. Vegið meðaltal vaxta verðtryggðra lána félagsins er 4,4 prósent en samkvæmt fjárfestakynningu Heimavalla hafa fasteignafélög aflað lánsfjár á skuldabréfamarkaði á kjörunum 3,5-3,7 prósent verðtryggt.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Enn lækka bréf í Heimavöllum Hlutabréf í Heimavöllum féllu um 3,2 prósent í verði í tæplega 200 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í gær, á öðrum viðskiptadegi bréfanna. 26. maí 2018 06:00 Bréfin lækkuðu um 11 prósent frá útboðsgengi Gengi hlutabréfa í Heimavöllum var 1,24 krónur á hlut í lok fyrsta viðskiptadags með bréfin í Kauphöll Íslands í gær og er það tæplega 11 prósenta lækkun frá meðalgengi í hlutafjárútboðinu fyrr í mánuðinum sem var 1,39 krónur á hlut. 25. maí 2018 06:00 Telur vaxtalækkun geta lækkað leigu Forstjóri Heimavalla segir umræðu um hátt leiguverð ekki hafa verið félaginu til góðs. Helmings lækkun vaxta gæti lækkað leiguverð um 20 prósent. Viðskipti með bréf félagsins í Kauphöll Íslands hefjast í dag. 24. maí 2018 08:00 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Enn lækka bréf í Heimavöllum Hlutabréf í Heimavöllum féllu um 3,2 prósent í verði í tæplega 200 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í gær, á öðrum viðskiptadegi bréfanna. 26. maí 2018 06:00
Bréfin lækkuðu um 11 prósent frá útboðsgengi Gengi hlutabréfa í Heimavöllum var 1,24 krónur á hlut í lok fyrsta viðskiptadags með bréfin í Kauphöll Íslands í gær og er það tæplega 11 prósenta lækkun frá meðalgengi í hlutafjárútboðinu fyrr í mánuðinum sem var 1,39 krónur á hlut. 25. maí 2018 06:00
Telur vaxtalækkun geta lækkað leigu Forstjóri Heimavalla segir umræðu um hátt leiguverð ekki hafa verið félaginu til góðs. Helmings lækkun vaxta gæti lækkað leiguverð um 20 prósent. Viðskipti með bréf félagsins í Kauphöll Íslands hefjast í dag. 24. maí 2018 08:00