Golf

Fugl á flottum fyrstu níu hjá Ólafíu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólafía Þórunn.
Ólafía Þórunn. Mynd/LPGA

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, byrjaði Marathon Classic mótið í Ohio mjög vel og er í fínni stöðu á einu höggi undir pari eftir fyrri níu holurnar á fyrsta hring.

Hringurinn byrjaði á nær fullkomnu golfi, það komu pör á fyrstu holunum þar sem Ólafía hitti braut og flatir í upplögðum höggafjölda og tvípúttaði fyrir pari, allt eftir bókinni.

Ólafía einpúttaði fyrir fugli á þriðju holu og þaut upp töfluna.

Næstu holur gengu hins vegar ekki eins vel og gerði Ólafía mjög vel að halda pari á þeim öllum, þurfti meðal annars að bjarga sér úr sandglompu.

Hún hitti brautina í fjórum af sex teighöggum og náði inn á flöt í upplögðum höggfjölda á 6 af 9 brautum.

Eftir níu holur er Ólafía í 36.-54. sæti. Skorið í mótinu er frekar hátt og eru efstu konur á 5 höggum undir pari. Ef Ólafía heldur áfram að halda parinu og jafnvel næla í einn, tvo fugla þá á hún góðan möguleika á því að blanda sér í toppbaráttuna.

Skorkortið eftir fyrri níu skjáskot/lpga


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.