Viðskipti innlent

WOW Air tapaði 2,4 milljörðum í fyrra

Birgir Olgeirsson skrifar
Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, segir afkomu ársins 2017 vonbrigði.
Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, segir afkomu ársins 2017 vonbrigði. Vísir/Ernir
Íslenska flugfélagið WOW Air tapaði 2,4 milljörðum íslenskra króna í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu um rekstur síðasta árs.Þar kemur fram að tekjur WOW Air árið 2017 námu 486 milljónum Bandaríkjadala, sem eru um 52 milljarðar íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, en WOW segir þetta var 58 prósenta aukningu miðað við árið á undan.Rekstrarhagnaður eftir afskriftir var fjórar milljónir Bandaríkjadala, eða um 428 milljónir íslenskra króna, samanborið við 46 milljónir dollara árið 2016.Rekstrartap félagsins var 13,5 milljónir Bandaríkjadala, eða um 1,4 milljarðar íslenskra króna, samanborið við 30 milljóna Bandaríkjadala hagnað árið 2016.Tap ársins 2017 eftir tekjuskatt var 22 milljónir dala, eða um 2,4 milljarðar íslenskra króna, miðað við 35,5 milljónir Bandaríkjadala, 3,8 milljarðar íslenskra króna, hagnað árið áður. Í tilkynningunni kemur fram að eiginfjárhlutfall félagsins var 10,9 prósent í lok árs 2017.Þá kemur jafnframt fram í tilkynningunni að árið 2017 hefði einkennst af miklum vexti og fjölgaði framboðnum sætiskílómetrum um 80 prósent og farþegum um 69 prósent.Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, segir í tilkynningunni að afkoma ársins 2017 hafi verið vonbrigði þar sem þessi mikli vöxtur og fjárfesting reyndist dýrari en fyrirtækið hafði áætlað. Hann segir ytri ástæður hafa reynst krefjandi og nefnir þar hækkandi olíuverð, styrking krónunnar, dýrt rekstrarumhverfi á Íslandi og mikil samkeppni á lykilmörkuðum félagsins. Hann segir félagið vera að skoða marga áhugaverða möguleika varðandi langtímafjármögnun félagsins.Tilkynninguna í heild má lesa hér fyrir neðan:Tekjur WOW air ehf. árið 2017 námu 486 milljónum Bandaríkjadala sem er 58% aukning miðað við árið á undan. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsgjöld og tekjuskatt (EBITDA) var 4 milljónir Bandaríkjadala samanborið við 46 milljónir Bandaríkjadala árið 2016. Rekstrartap (EBIT) félagsins árið 2017 var 13,5 milljónir Bandaríkjadala samanborið við 30 milljóna Bandaríkjadala hagnað árið 2016. Tap ársins 2017 eftir tekjuskatt var 22 milljónir Bandaríkjadala miðað við 35,5 milljónir Bandaríkjadala hagnað árið áður. Eiginfjárhlutfall félagsins var 10.9% í árslok. Árið 2017 einkenndist af miklum vexti og fjölgaði framboðnum sætiskílómetrum um 80% og farþegum um 69%.
Frá stofnun WOW air árið 2011 hefur félagið vaxið mjög hratt og fjárfest hefur verið í nýjum flugvélum, nýjum áfangastöðum og þá sérstaklega í uppbyggingu innviða eins og tækniinnviðum og öflugu starfsfólki. Þessar fjárfestingar eru allar liður í því að tryggja langtímahorfur félagsins. Afkoma ársins 2017 einkenndist af auknum kostnaði vegna þessa vaxtar og fjárfestinga en á síðustu misserum hefur verið unnið í því að styrkja grunnstoðir fyrirtækisins. Starfsmenn WOW air eru nú 1.500 en voru 1.100 á sama tíma í júlí 2017.Horfur fyrir árið 2018 eru ágætar en félagið stendur vissulega frammi fyrir sömu áskorunum og önnur flugfélög með háu olíuverði og óvissu með gengi íslensku krónunnar. Framboð floginna sætiskílómetra var 29% meira fyrstu 6 mánuði ársins í samanburði við sömu mánuði árið 2017. Farþegum félagsins fjölgaði um 31% miðað við sama tíma í fyrra og er mest aukning í tengifarþegum sem ferðast yfir Atlantshafið og eru þeir nú um 55% af farþegum félagsins. Á fyrstu sex mánuðum ársins var 37% vöxtur í tekjum WOW air og einingatekjur (RASK) félagins hækkuðu á sama tíma um 5% en félagið hefur ráðist í fjölmörg tekjuskapandi verkefni á síðustu misserum. Sætanýting hefur verið mjög góð hjá WOW air það sem af er árinu eða 91%. Félagið kynnti fyrr á árinu ný farrými; WOW Premium og Comfy sem bjóða upp á fjölbreytni í sætavali fyrir farþega. Góður vöxtur hefur verið í tekjum félagsins í fraktflutningum en WOW air eignaðist 60% hlut í Cargo Express á fyrra hluta þessa árs en á fyrstu sex mánuðum ársins var 60% vöxtur í tekjum af fraktflutningum. Cargo Express velti 1,4 milljarði íslenskra króna árið 2017 og skilaði 235 milljónum íslenskra króna í hagnað eftir skatta.WOW air er á árinu búið að taka á móti þremur nýjum Airbus A321 flugvélum og fjórar Airbus A330neo flugvélar munu bætast við flotann í lok árs og verður þá floti félagsins 24 vélar. Það sem af er ári hafa bæst við sjö nýir flugvellir; í Detroit, Dallas, St Louis, Cleveland, Cincinnati, New York JFK og London Stansted. Áfangastaðir WOW air eru því um 40 talsins árið 2018. WOW air mun svo hefja flug til Indlands 6. desember og hefur sala flugsæta gengið vel en mikill áhugi er á þessari flugleið frá Bandaríkjunum, Kanada og Indlandi.„WOW air hefur vaxið og fjárfest gríðarlega síðustu ár en með þessum fjárfestingum höfum við verið að að tryggja langtímahorfur félagsins. Bæði 2015 og 2016 voru mjög góð ár en afkoman fyrir árið 2017 voru vonbrigði þar sem þessi mikli vöxtur og fjárfesting reyndist dýrari en við ætluðum okkur. Ytri aðstæður hafa reynst félaginu krefjandi svo sem hækkandi olíuverð, styrking krónunnar, dýrt rekstrarumhverfi á Íslandi og mikil samkeppni á lykilmörkuðum félagsins. Árið 2018 einkennist áfram af mikilli uppbyggingu og erum við mjög ánægð með þá markaðshlutdeild sem félagið hefur náð til og frá Íslandi og yfir Atlantshafið á mjög skömmum tíma. Þetta er öflugur grunnur til að byggja ofan á um ókomna tíð og til að styrkja stoðir félagsins enn frekar en við erum að skoða marga áhugaverða möguleika varðandi langtímafjármögnun félagsins,” segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,76
1
154
BRIM
1,82
7
315.738
REITIR
0,56
2
17.880
SJOVA
0,25
3
4.814
ORIGO
0,16
1
23

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,61
7
473
LEQ
-1,51
1
2.387
MAREL
-1,27
5
168.910
SYN
-0,41
1
244
ICESEA
0
1
18
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.