Golf

Kim sigraði örugglega á nýju mótsmeti

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kim átti frábæra helgi í Illinois
Kim átti frábæra helgi í Illinois Vísir/Getty

Michael Kim vann öruggan sigur á John Deer mótinu á PGA mótaröðinni í golfi í kvöld. Kim var með átta högga forystu næstu menn.

Kim spilaði lokahringinn í dag á fimm höggum undir pari og var samtals á 27 höggum undir pari í mótinu. Ítalinn Francesco Molinari kláraði á 19 höggum undir pari líkt og Joel Dahmen, Sam Ryder og Bronson Burgoon.

Kim setti með árangri sínum nýtt met á mótinu en enginn annar kylfingur hefur farið hringina fjóra á eins fáum höggum.

Efstu tíu kylfingar mótsins voru allir Bandaríkjamenn, fyrir utan Molinari. Flestir helstu kylfingar heims voru ekki með á mótinu í undirbúningi fyrir Opna breska meistaramótið sem hefst í næstu viku.


 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.