Valitor vill nýtt mat á tjóni Wikileaks Haraldur Guðmundsson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Valitor vill fá nýtt undirmat á tjóni Datacell og Sunshine Press Productions. vísir/stefán Lögmaður Valitor í skaðabótamáli Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) gegn greiðslukortafyrirtækinu ætlar að fara fram á nýtt mat á tjóni fyrirtækjanna tveggja vegna lokunar á greiðslugátt til uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks. Dómkvaddir matsmenn mátu tjónið á tæpa 3,2 milljarða króna í maí í fyrra en niðurstaða yfirmatsmanna, sem Valitor óskaði eftir í kjölfar undirmatsins, hefur legið fyrir síðan um miðjan mars en ekki verið lögð fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. „Ég er búinn að leggja fram beiðni um dómkvaðningu tveggja nýrra matsmanna. Það yrði nýtt undirmat og sjálfstætt og hefði ekkert með fyrri möt að gera. Ég fór fram á yfirmatið en er með þessu að afla frekari sönnunargagna til að svara spurningum sem ég tel að sé enn ósvarað,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor í skaðabótamálinu. Hæstiréttur staðfesti í apríl 2013 heimildarskort Valitor til riftunar á söluaðilasamningi við Datacell sem tryggði félaginu greiðslugátt fyrir íslenska einkahlutafélagið SPP, rekstrarfélag Wikileaks. Gáttin var lokuð frá 8. júlí 2011 til 19. maí 2013 og lögðu fyrirtækin tvö upphaflega fram átta milljarða króna skaðabótakröfu. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell og SPP, segir hana nú standa í um sex milljörðum með dráttarvöxtum og kostnaði í kjölfar niðurstöðu undirmatsmannanna.Sigurður G. Guðjónsson„Lögmaður Valitor þráast enn við að leggja fram yfirmatið en hefur aftur á móti farið fram á nýtt mat sem tekur að mestu leyti á sömu atriðum og yfirmatið gerði. Hann virðist líta svo á að með því að sleppa því að leggja fram yfirmatið geti hann lagt sömu spurningar fram við nýja undirmatsmenn. Það gengur ekki upp en ástæðan er auðvitað sú að niðurstaða yfirmatsmannanna hefur ekki verið Valitor hagstæð,“ segir Sveinn Andri í samtali við Markaðinn. „Ég beindi hins vegar áskorun til Valitor í mars um að yfirmatið yrði lagt fram en lögmaður fyrirtækisins hefur haft það síðan um miðjan þann mánuð. Það var bókað eftir honum í fyrirtöku fyrir dómi þann 20. mars að hann væri ósáttur við niðurstöðu yfirmatsins og að yfirmatsmennirnir hefðu ekki svarað tilteknum spurningum. En það er auðvitað ekki þannig að menn geti endalaust fengið nýtt mat þangað til þeir eru ánægðir með niðurstöðuna. Þetta er því í mínum huga vandræðagangur en við bíðum rólegir.“Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell og SPPVísir/ernirKrafa Valitor um dómkvaðningu nýju matsmannanna verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 8. maí næstkomandi. Sigurður bendir á að þrátt fyrir að yfirmatsnefnd hafi komist að niðurstöðu í málinu sé það ákvörðun Valitor um það hvort og þá hvenær hún verður lögð fyrir dóminn. „Það er bara eitt af þessum sönnunargögnum og ég ákveð hvort það verður lagt fram en það hefur ekki verið gert hingað til.“ Datacell er íslenskt einkahlutafélag, stofnað árið 2009 af þeim Ólafi Vigni Sigurvinssyni og Andreasi Fink. Samkvæmt ársreikningi SPP fyrir árið 2015 eru 84 prósent félagsins í eigu Julians Assange, stofnanda Wikileaks, og tvö prósent í eigu Kristins Hrafnssonar, talsmanns síðunnar. Markaðir Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Lögmaður Valitor í skaðabótamáli Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) gegn greiðslukortafyrirtækinu ætlar að fara fram á nýtt mat á tjóni fyrirtækjanna tveggja vegna lokunar á greiðslugátt til uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks. Dómkvaddir matsmenn mátu tjónið á tæpa 3,2 milljarða króna í maí í fyrra en niðurstaða yfirmatsmanna, sem Valitor óskaði eftir í kjölfar undirmatsins, hefur legið fyrir síðan um miðjan mars en ekki verið lögð fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. „Ég er búinn að leggja fram beiðni um dómkvaðningu tveggja nýrra matsmanna. Það yrði nýtt undirmat og sjálfstætt og hefði ekkert með fyrri möt að gera. Ég fór fram á yfirmatið en er með þessu að afla frekari sönnunargagna til að svara spurningum sem ég tel að sé enn ósvarað,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor í skaðabótamálinu. Hæstiréttur staðfesti í apríl 2013 heimildarskort Valitor til riftunar á söluaðilasamningi við Datacell sem tryggði félaginu greiðslugátt fyrir íslenska einkahlutafélagið SPP, rekstrarfélag Wikileaks. Gáttin var lokuð frá 8. júlí 2011 til 19. maí 2013 og lögðu fyrirtækin tvö upphaflega fram átta milljarða króna skaðabótakröfu. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell og SPP, segir hana nú standa í um sex milljörðum með dráttarvöxtum og kostnaði í kjölfar niðurstöðu undirmatsmannanna.Sigurður G. Guðjónsson„Lögmaður Valitor þráast enn við að leggja fram yfirmatið en hefur aftur á móti farið fram á nýtt mat sem tekur að mestu leyti á sömu atriðum og yfirmatið gerði. Hann virðist líta svo á að með því að sleppa því að leggja fram yfirmatið geti hann lagt sömu spurningar fram við nýja undirmatsmenn. Það gengur ekki upp en ástæðan er auðvitað sú að niðurstaða yfirmatsmannanna hefur ekki verið Valitor hagstæð,“ segir Sveinn Andri í samtali við Markaðinn. „Ég beindi hins vegar áskorun til Valitor í mars um að yfirmatið yrði lagt fram en lögmaður fyrirtækisins hefur haft það síðan um miðjan þann mánuð. Það var bókað eftir honum í fyrirtöku fyrir dómi þann 20. mars að hann væri ósáttur við niðurstöðu yfirmatsins og að yfirmatsmennirnir hefðu ekki svarað tilteknum spurningum. En það er auðvitað ekki þannig að menn geti endalaust fengið nýtt mat þangað til þeir eru ánægðir með niðurstöðuna. Þetta er því í mínum huga vandræðagangur en við bíðum rólegir.“Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell og SPPVísir/ernirKrafa Valitor um dómkvaðningu nýju matsmannanna verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 8. maí næstkomandi. Sigurður bendir á að þrátt fyrir að yfirmatsnefnd hafi komist að niðurstöðu í málinu sé það ákvörðun Valitor um það hvort og þá hvenær hún verður lögð fyrir dóminn. „Það er bara eitt af þessum sönnunargögnum og ég ákveð hvort það verður lagt fram en það hefur ekki verið gert hingað til.“ Datacell er íslenskt einkahlutafélag, stofnað árið 2009 af þeim Ólafi Vigni Sigurvinssyni og Andreasi Fink. Samkvæmt ársreikningi SPP fyrir árið 2015 eru 84 prósent félagsins í eigu Julians Assange, stofnanda Wikileaks, og tvö prósent í eigu Kristins Hrafnssonar, talsmanns síðunnar.
Markaðir Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira