Golf

Rúnar og Ragnhildur unnu Origo-bikarinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rúnar og Ragnhildur með verðlaunagripina
Rúnar og Ragnhildur með verðlaunagripina mynd/golf.is

Rúnar Arnórsson og Ragnhildur Kristinsdóttir eru Íslandsmeistarar í holukeppni, Origo-bikarnum. Bæði voru þau að vinna þennan titil í fyrsta skipti.

Keppni fór fram á Hólmsvelli í Leiru um helgina. Rúnar, sem keppir fyrir Keili, hafði betur gegn Birgi Magnússyni 3/2 í úrslitunum. Ragnhildur spilaði til úrslita gegn Helgu Krístínu Einarsdóttur og vann 2/1. Ragnhildur er úr Golfklúbbi Reykjavíkur.

Rúnar vann allar sex viðureignir sínar í keppninni líkt og Ragnhildur.

Úrslit karla:
Rúnar Arnórsson (GK) - Birgir Björn Magnússon (GK)
*Rúnar sigraði 3/2.
Leikur um 3. sæti karlar:
Ingvar Andri Magnússon (GKG) - Andri Már Óskarsson
*Ingvar Andri sigraði 3/2.

Úrslit kvenna:
Ragnhildur Kristinsdóttir (GR) - Kristín Helga Einarsdóttir (GK)
*Ragnhildur sigraði 2/1.
Leikur um 3. sætið konur:
Hulda Clara Gestsdóttir (GKG) - Hafdís Alda Jóhannsdóttir (GK)
*Hulda Clara sigraði 4/3.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.