Golf

Park með sigur eftir bráðabana

Dagur Lárusson skrifar
Park púttar fyrir sigri.
Park púttar fyrir sigri. vísir/getty

Sung Hyun Park vann KPMG meistaramótið nú kvöld eftir bráðabana við þær So Yeon Ryu og Nasa Hataoka.
 
Ryu var með þriggja  högga forystu í byrjun dags en lennti í vandræðum framan af og fékk tvöfaldan skolla á fjórðu holu sem opnaði dyrnar fyrir þær Park og Hataoka.
 
Hún náði þó að koma sér aftur í tveggja högga forystu þegar hún átti þrjár holur eftir en upphafshögg hennar á sautjándu braut fór í vatnið og því þurfti hún að taka víti sem þýddi að hún þyrfti að taka á sig annan tvöfaldan skolla og því var hún jöfn Park og Hataoka.
 
Park vann sig hægt og rólega upp listann í dag og var sú eina sem fékk engan skolla á hringum.
 
Þær Park, Ryu og Hataoka léku síðan bráðabana á fjórðu og átjándu holu og þar bara Park sigur úr býtum og tryggði sér sigurinn með fugli síðustu á holunni.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.