Laun voru óvart dregin af starfsmönnum Vínbúðanna Sveinn Arnarsson skrifar 2. júlí 2018 06:00 Á sjötta hundrað starfsmanna vinna hjá ÁTVR við hin ýmsu störf. Fréttablaðið/GVA Mistök urðu við útborgun launa hjá Vínbúðunum fyrir helgi sem ollu því að nokkrir starfsmenn sem eru í viðskiptum við Arion banka fengu ekki laun heldur var launaupphæðin dregin af þeim. „Auðvitað veldur þetta óþægindum og okkur þykir þetta mjög miður,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Vínbúðanna. Ástæðuna má rekja til þess að fyrir helgi urðu ÁTVR á mistök við útreikning launa og rangur launabunki var sendur Íslandsbanka, viðskiptabanka ÁTVR, sem greiðir út launin til starfsfólks. Fljótlega varð stjórnendum ljóst að launin höfðu ekki verið greidd rétt út og voru þau því bakfærð. Hluti starfsmanna fékk svo launin rétt greidd inn á sinn launareikning.Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, 2016Starfsmenn fyrirtækisins, sem eru í viðskiptum við Arion banka, lentu aftur á móti í þeim leiðu mistökum að laun þeirra voru bakfærð í tvígang og ekki gekk að leiðrétta þau. „Það fer frá okkur röng færsla til bankans og leiðrétting fer í gang stuttu síðar. Hins vegar tekst ekki að leiðrétta hjá hluta þeirra sem fengu laun. Af þeim 530 starfsmönnum sem fá greidd laun frá okkur lenda 40 starfsmenn í þessum mistökum,“ segir Sigrún Ósk. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom þetta illa við nokkra starfsmenn Vínbúðanna. Starfsmenn sem vildu ekki ræða þetta undir nafni segja að fyrirtækið hafi reynt allt hvað það gerði til að leiðrétta mistökin en án árangurs. Einhverjir starfsmenn hafi því lent í mínus í bankanum vegna þessa. Þó að Vínbúðin þurfi ekki að greiða laun fyrr en fyrsta virka dag hvers mánaðar hefur fyrirtækið alltaf viljað gera vel við sína starfsmenn með því að greiða út fyrir helgi ef nýr mánuður rennur upp um helgi. „Auðvitað veldur þetta óþægindum og við höfum verið í sambandi við okkar starfsfólk. Þetta eru leiðinleg mistök. Við verðum í sambandi við þá einstaklinga strax í bítið til að leysa þetta fljótt og örugglega í samstarfi við starfsfólk. Margir fengu laun greidd en hluti fékk þau ekki,“ bætir Sigrún Ósk við. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Mistök urðu við útborgun launa hjá Vínbúðunum fyrir helgi sem ollu því að nokkrir starfsmenn sem eru í viðskiptum við Arion banka fengu ekki laun heldur var launaupphæðin dregin af þeim. „Auðvitað veldur þetta óþægindum og okkur þykir þetta mjög miður,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Vínbúðanna. Ástæðuna má rekja til þess að fyrir helgi urðu ÁTVR á mistök við útreikning launa og rangur launabunki var sendur Íslandsbanka, viðskiptabanka ÁTVR, sem greiðir út launin til starfsfólks. Fljótlega varð stjórnendum ljóst að launin höfðu ekki verið greidd rétt út og voru þau því bakfærð. Hluti starfsmanna fékk svo launin rétt greidd inn á sinn launareikning.Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, 2016Starfsmenn fyrirtækisins, sem eru í viðskiptum við Arion banka, lentu aftur á móti í þeim leiðu mistökum að laun þeirra voru bakfærð í tvígang og ekki gekk að leiðrétta þau. „Það fer frá okkur röng færsla til bankans og leiðrétting fer í gang stuttu síðar. Hins vegar tekst ekki að leiðrétta hjá hluta þeirra sem fengu laun. Af þeim 530 starfsmönnum sem fá greidd laun frá okkur lenda 40 starfsmenn í þessum mistökum,“ segir Sigrún Ósk. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom þetta illa við nokkra starfsmenn Vínbúðanna. Starfsmenn sem vildu ekki ræða þetta undir nafni segja að fyrirtækið hafi reynt allt hvað það gerði til að leiðrétta mistökin en án árangurs. Einhverjir starfsmenn hafi því lent í mínus í bankanum vegna þessa. Þó að Vínbúðin þurfi ekki að greiða laun fyrr en fyrsta virka dag hvers mánaðar hefur fyrirtækið alltaf viljað gera vel við sína starfsmenn með því að greiða út fyrir helgi ef nýr mánuður rennur upp um helgi. „Auðvitað veldur þetta óþægindum og við höfum verið í sambandi við okkar starfsfólk. Þetta eru leiðinleg mistök. Við verðum í sambandi við þá einstaklinga strax í bítið til að leysa þetta fljótt og örugglega í samstarfi við starfsfólk. Margir fengu laun greidd en hluti fékk þau ekki,“ bætir Sigrún Ósk við.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira