Olíusjóðurinn keypti fyrir um 500 milljónir Hörður Ægisson skrifar 4. júlí 2018 06:00 Norski olíusjóðurinn er stærsti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu í heiminum. Sjóðurinn á eignir að virði um 1.100 milljarða dala. Vísir/Getty Norski olíusjóðurinn, sem er stærsti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu í heiminum, keypti í Arion banka fyrir um 500 milljónir króna í nýafstöðnu hlutafjárútboði bankans. Nemur eignarhlutur sjóðsins, samkvæmt heimildum Markaðarins, í kringum 0,3 prósentum sem er litlu minni hlutur en stærstu lífeyrissjóðir landsins fengu úthlutað í útboði bankans. Olíusjóðurinn, sem á samtals eignir að virði um 1.100 milljarða Bandaríkjadala, hefur vaxið gríðarlega frá stofnun hans árið 1990 og á sjóðurinn í dag að meðaltali um 2,4 prósenta hlut í hverju einasta skráða fyrirtæki í Evrópu. Ekki er vitað til þess að sjóðurinn eigi eignarhlut í öðrum skráðum félögum í Kauphöllinni á Íslandi en Arion banka. Við lokun markaða í gær nam hlutabréfaverð Arion banka 86 krónum á hlut og var um fimmtán prósentum hærra en í útboði bankans þegar Kaupþing og vogunarsjóðurinn Attestor seldu um 29 prósenta hlut á genginu 75 fyrir samtals um 39 milljarða. Kaupendur að bréfunum voru að stærstum hluta erlendir fjárfestingarsjóðir á meðan íslenskir fjárfestar – almenningur, fagfjárfestar og lífeyrissjóðir – fengu aðeins að kaupa samanlagt um 9 prósenta hlut. Nöfn þeirra erlendu sjóða sem fjárfestu í Arion banka hafa enn ekki birst á hluthafalista bankans – fyrir utan sjóði í stýringu Landsdowne, Miton og Eaton Vance sem eiga samanlagt nærri sex prósenta hlut – en eignarhlutur þeirra er í dag skráður í vörslu bandarískra fjárfestingarbanka. Að sögn þeirra sem þekkja vel til nam fjöldi nýrra erlendra fjárfestingarsjóða sem bættust við hluthafahóp bankans í kjölfar útboðsins nærri tuttugu talsins, en þar er einkum um að ræða bandaríska sjóði. Í flestum tilfellum keyptu sjóðirnir hvor um sig á bilinu um 0,5 til 1 prósents eignarhlut í bankanum en í þeim hópi var meðal annars sjóður í rekstri sænska eignastýringarfyrirtækisins Lannebo Fonder, samkvæmt heimildum Markaðarins. Höfuðstöðvar Arion við Borgartún.Vísir/PjeturSjóður í stýringu félagsins er einnig í hópi stærstu hluthafa íslenska stoðtækjafyrirtækisins Össurar, sem er skráð í dönsku kauphöllina, með um 2,4 prósenta hlut. Miðað við núverandi hlutabréfaverð Arion banka er markaðsvirði eins prósents hlutar í bankanum um 1.700 milljónir króna. Fjárfestingarfélagið Stoðir, sem er í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar og Magnúsar Ármann í gegnum eignarhaldsfélagið S121, er stærsti íslenski einkafjárfestirinn í hluthafahópi Arion banka með 0,6 prósenta hlut, eins og upplýst var í Markaðnum í síðustu viku. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa miðvikudaginn 20. júní átti félagið samtals 12 milljónir hluta, sem eru metnir á rúmlega milljarð króna miðað við núverandi gengi bréfa bankans. Þá átti félagið Vogun hf., sem seldi fyrir skemmstu þriðjungshlut sinn í HB Granda, samtals 0,4 prósent af heildarútgefnum bréfum bankans. Markaðsvirði hlutar Vogunar, en stærsti hluthafi þess félags er Kristján Loftsson og fjölskylda í gegnum Fiskveiðihlutafélagið Venus, er í dag um 690 milljónir króna. Eignarhlutur annarra einkafjárfesta í Arion banka er hverfandi. Samkvæmt hluthafalista Arion banka eiga átta af stærstu lífeyrissjóðum landsins samtals um 3,1 prósents hlut í bankanum. Þar munar mest um 0,65 prósenta hlut Gildis, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins á 0,53 prósent, Frjálsi og Stapi eiga hvor um sig 0,4 prósenta hlut, Lífeyrissjóður verslunarmanna fer með 0,38 prósent og Almenni á 0,35 prósent. Eignarhlutur annarra sjóða – Birtu og Lífsverks – er talsvert minni. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Stoðir keyptu í Arion banka fyrir um milljarð Stoðir eru stærstu íslensku einkafjárfestarnir með 0,6 prósent. Skráðu sig fyrir um 100 milljónum hluta en fengu 12 milljónir. Félagið Vogun, sem Kristján Loftsson og fjölskylda stýra, keypti í Arion banka fyrir um 600 milljónir króna. 27. júní 2018 06:00 Næststærsta skráning í sögu Kauphallar Íslands Hlutabréf Arion banka voru tekin til viðskipta samtímis í kauphöllunum á Reykjavík og Stokkhólmi í morgun. Skráning Arion banka er næststærsta skráning í sögu Kauphallar Íslands og fyrsta samhliða tvískráning á mörkuðum Nasdaq á Norðurlöndunum í meira en áratug. 15. júní 2018 11:44 Meta Arion allt að 56 prósent yfir útboðsgengi Greinendur meta gengi hlutabréfa í Arion banka allt að 56 prósent hærra en útboðsgengi bréfanna. Sérfræðingar IFS telja líklegt að vaxtamunur muni lækka vegna aukinnar samkeppni. Capacent segir vaxtarmöguleika íslenskra banka takmarkaða. 13. júní 2018 06:00 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Norski olíusjóðurinn, sem er stærsti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu í heiminum, keypti í Arion banka fyrir um 500 milljónir króna í nýafstöðnu hlutafjárútboði bankans. Nemur eignarhlutur sjóðsins, samkvæmt heimildum Markaðarins, í kringum 0,3 prósentum sem er litlu minni hlutur en stærstu lífeyrissjóðir landsins fengu úthlutað í útboði bankans. Olíusjóðurinn, sem á samtals eignir að virði um 1.100 milljarða Bandaríkjadala, hefur vaxið gríðarlega frá stofnun hans árið 1990 og á sjóðurinn í dag að meðaltali um 2,4 prósenta hlut í hverju einasta skráða fyrirtæki í Evrópu. Ekki er vitað til þess að sjóðurinn eigi eignarhlut í öðrum skráðum félögum í Kauphöllinni á Íslandi en Arion banka. Við lokun markaða í gær nam hlutabréfaverð Arion banka 86 krónum á hlut og var um fimmtán prósentum hærra en í útboði bankans þegar Kaupþing og vogunarsjóðurinn Attestor seldu um 29 prósenta hlut á genginu 75 fyrir samtals um 39 milljarða. Kaupendur að bréfunum voru að stærstum hluta erlendir fjárfestingarsjóðir á meðan íslenskir fjárfestar – almenningur, fagfjárfestar og lífeyrissjóðir – fengu aðeins að kaupa samanlagt um 9 prósenta hlut. Nöfn þeirra erlendu sjóða sem fjárfestu í Arion banka hafa enn ekki birst á hluthafalista bankans – fyrir utan sjóði í stýringu Landsdowne, Miton og Eaton Vance sem eiga samanlagt nærri sex prósenta hlut – en eignarhlutur þeirra er í dag skráður í vörslu bandarískra fjárfestingarbanka. Að sögn þeirra sem þekkja vel til nam fjöldi nýrra erlendra fjárfestingarsjóða sem bættust við hluthafahóp bankans í kjölfar útboðsins nærri tuttugu talsins, en þar er einkum um að ræða bandaríska sjóði. Í flestum tilfellum keyptu sjóðirnir hvor um sig á bilinu um 0,5 til 1 prósents eignarhlut í bankanum en í þeim hópi var meðal annars sjóður í rekstri sænska eignastýringarfyrirtækisins Lannebo Fonder, samkvæmt heimildum Markaðarins. Höfuðstöðvar Arion við Borgartún.Vísir/PjeturSjóður í stýringu félagsins er einnig í hópi stærstu hluthafa íslenska stoðtækjafyrirtækisins Össurar, sem er skráð í dönsku kauphöllina, með um 2,4 prósenta hlut. Miðað við núverandi hlutabréfaverð Arion banka er markaðsvirði eins prósents hlutar í bankanum um 1.700 milljónir króna. Fjárfestingarfélagið Stoðir, sem er í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar og Magnúsar Ármann í gegnum eignarhaldsfélagið S121, er stærsti íslenski einkafjárfestirinn í hluthafahópi Arion banka með 0,6 prósenta hlut, eins og upplýst var í Markaðnum í síðustu viku. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa miðvikudaginn 20. júní átti félagið samtals 12 milljónir hluta, sem eru metnir á rúmlega milljarð króna miðað við núverandi gengi bréfa bankans. Þá átti félagið Vogun hf., sem seldi fyrir skemmstu þriðjungshlut sinn í HB Granda, samtals 0,4 prósent af heildarútgefnum bréfum bankans. Markaðsvirði hlutar Vogunar, en stærsti hluthafi þess félags er Kristján Loftsson og fjölskylda í gegnum Fiskveiðihlutafélagið Venus, er í dag um 690 milljónir króna. Eignarhlutur annarra einkafjárfesta í Arion banka er hverfandi. Samkvæmt hluthafalista Arion banka eiga átta af stærstu lífeyrissjóðum landsins samtals um 3,1 prósents hlut í bankanum. Þar munar mest um 0,65 prósenta hlut Gildis, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins á 0,53 prósent, Frjálsi og Stapi eiga hvor um sig 0,4 prósenta hlut, Lífeyrissjóður verslunarmanna fer með 0,38 prósent og Almenni á 0,35 prósent. Eignarhlutur annarra sjóða – Birtu og Lífsverks – er talsvert minni.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Stoðir keyptu í Arion banka fyrir um milljarð Stoðir eru stærstu íslensku einkafjárfestarnir með 0,6 prósent. Skráðu sig fyrir um 100 milljónum hluta en fengu 12 milljónir. Félagið Vogun, sem Kristján Loftsson og fjölskylda stýra, keypti í Arion banka fyrir um 600 milljónir króna. 27. júní 2018 06:00 Næststærsta skráning í sögu Kauphallar Íslands Hlutabréf Arion banka voru tekin til viðskipta samtímis í kauphöllunum á Reykjavík og Stokkhólmi í morgun. Skráning Arion banka er næststærsta skráning í sögu Kauphallar Íslands og fyrsta samhliða tvískráning á mörkuðum Nasdaq á Norðurlöndunum í meira en áratug. 15. júní 2018 11:44 Meta Arion allt að 56 prósent yfir útboðsgengi Greinendur meta gengi hlutabréfa í Arion banka allt að 56 prósent hærra en útboðsgengi bréfanna. Sérfræðingar IFS telja líklegt að vaxtamunur muni lækka vegna aukinnar samkeppni. Capacent segir vaxtarmöguleika íslenskra banka takmarkaða. 13. júní 2018 06:00 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Stoðir keyptu í Arion banka fyrir um milljarð Stoðir eru stærstu íslensku einkafjárfestarnir með 0,6 prósent. Skráðu sig fyrir um 100 milljónum hluta en fengu 12 milljónir. Félagið Vogun, sem Kristján Loftsson og fjölskylda stýra, keypti í Arion banka fyrir um 600 milljónir króna. 27. júní 2018 06:00
Næststærsta skráning í sögu Kauphallar Íslands Hlutabréf Arion banka voru tekin til viðskipta samtímis í kauphöllunum á Reykjavík og Stokkhólmi í morgun. Skráning Arion banka er næststærsta skráning í sögu Kauphallar Íslands og fyrsta samhliða tvískráning á mörkuðum Nasdaq á Norðurlöndunum í meira en áratug. 15. júní 2018 11:44
Meta Arion allt að 56 prósent yfir útboðsgengi Greinendur meta gengi hlutabréfa í Arion banka allt að 56 prósent hærra en útboðsgengi bréfanna. Sérfræðingar IFS telja líklegt að vaxtamunur muni lækka vegna aukinnar samkeppni. Capacent segir vaxtarmöguleika íslenskra banka takmarkaða. 13. júní 2018 06:00
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent