Golf

Frábær endir á fyrri níu hjá Ólafíu Þórunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði fyrri níu holurnar á tveimur höggum undir pari á á Thornberry Creek LPGA mótinu í Oneida í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum.

Ólafía fékk fugl á bæði áttundu og níundu holu og lék því holurnar níu á 34 holum.

Ragnar Már Garðarsson, afrekskylfingur úr GKG, er aðstoðarmaður hennar í þessu móti líkt og á undanförnum mótum.

Mótið er það fimmtánda á keppnistímabilinu hjá Ólafíu. Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á fjórum þeirra. Ólafía Þórunn er í 128. sæti CME listans fyrir þetta mót.

Hringurinn byrjaði ekki vel því Ólafía fékk skolla á fyrstu holu.

Ólafía lét það ekki trufla sig of mikið. Hún fékk fugl á þriðju holu og paraði síðan fjórar næstu holur þar til að hún kom á áttundu holuna.

Ólafía lék áttundu holuna (par 3) á tveimur höggum og svo níundu holuna (par 5) á fjórum höggum.

Ólafía Þórunn er því á tveimur höggum undir pari sem skilar henni eins og er í 9. sæti á mótinu. Margir kylfingar eiga hinsvegar eftir að fara út en Ólafía var með þeim fyrstu af stað.

Skorkortið hjá Ólafíu Þórunni. Mynd/Heimasíða LPGA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.