Golf

Varner og Kraft efstir fyrir lokahringinn á Greenbrier Classic

Einar Sigurvinsson skrifar
Harold Varner III á fyrsta degi Greenbrier Classic.
Harold Varner III á fyrsta degi Greenbrier Classic. getty

Harold Varner III og Kelly Kraft eru efstir eftir þrjá hringi á Greenbrier Classic mótinu í golfi sem fram fer um helgina. Mótið er hluti af PGA-mótaröðinni og fer fram í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum.

Harold Varner lék þriðja hringinn á fjórum undir pari og jafnaði með því Kelly Kraft í fyrsta sætinu á 14 höggum undir pari. Kraft lék þriðja hringinn á einu höggi undir pari. Þeir Varner og Kraft eru báðir að stefna á sinn fyrsta sigur í PGA-móti en samtals hafa þeir tekið þátt í 85 mótum.

Jafnir í þriðja sætinu er þeir Kevin Na og ríkjandi meistari mótsins, Xander Schauffele, á 13 höggum undir pari en þeir léku báðir þriðja hringinn á fimm höggum undir pari.

Greenbrier Classic mótið hefur verið haldið frá árinu 2010 og aldrei hefur munað fleiri en tveimur höggum á fyrsta og öðru sæti þess.

Bein útsending frá lokadegi The Greenbrier Classic á PGA mótaröðinni hefst á Golfstöðinni klukkan 17:00 í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.