Golf

Annar risatitill Kevin Na

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kevin fagnar eftir að sigurinn var í höfn.
Kevin fagnar eftir að sigurinn var í höfn. vísir/getty

Kevin Na kom, sá og sigraði á Greenbrier-meistaramótinu en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni. Leikið var í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum.

Fyrir lokahringinn var Kevin einu höggi á eftir forystusauðunum í mótinu, þeim Harold Varner III og Kelly Kraft. Þeir gáfu eftir á lokahringnum á meðan Kevin steig á bensíngjöfina.

Kevin spilaði frábært golf á lokahringnum. Hann fékk einungis einn skolla en sjö fugla. Hinar holurnar fór hann á pari og endaði því dag fjögur á 64 höggum.

Bandaríkjamaðurinn Kevin Na var því að vinna sinn annan risatitil á ferlinum en enginn veitti honum mótspyrnu á lokahringnum. Hann vann með fimm höggum en næstur kom Kelly Kraft. Í þriðja og fjórða sætinu voru svo Jason Kokrak og Brandt Snedeker.

Harold Varner III, sá sem leiddi fyrir lokahringinn, gaf heldur betur eftir en hann endaði að lokum í fimmta sætinu. Hann spilaði síðasta hringinn á tveimur höggum yfir pari.

Bubba Watson náði sér ekki á strik en hann endaði samtals á níu undir pari og í þrettánda sætinu. Phil Mickelson endaði í 65. sætinu á einu höggi undir pari.

Sigurvegarinn frá því í fyrra, Xander Schauffele, spilaði skelfilega á lokahringnum og endaði í 21. sætinu. Hann spilaði lokahringinn á fimm höggum yfir pari eftir að hafa verið í toppbaráttunni framan af.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.