Annar risatitill Kevin Na Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júlí 2018 22:45 Kevin fagnar eftir að sigurinn var í höfn. vísir/getty Kevin Na kom, sá og sigraði á Greenbrier-meistaramótinu en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni. Leikið var í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum. Fyrir lokahringinn var Kevin einu höggi á eftir forystusauðunum í mótinu, þeim Harold Varner III og Kelly Kraft. Þeir gáfu eftir á lokahringnum á meðan Kevin steig á bensíngjöfina. Kevin spilaði frábært golf á lokahringnum. Hann fékk einungis einn skolla en sjö fugla. Hinar holurnar fór hann á pari og endaði því dag fjögur á 64 höggum. Bandaríkjamaðurinn Kevin Na var því að vinna sinn annan risatitil á ferlinum en enginn veitti honum mótspyrnu á lokahringnum. Hann vann með fimm höggum en næstur kom Kelly Kraft. Í þriðja og fjórða sætinu voru svo Jason Kokrak og Brandt Snedeker. Harold Varner III, sá sem leiddi fyrir lokahringinn, gaf heldur betur eftir en hann endaði að lokum í fimmta sætinu. Hann spilaði síðasta hringinn á tveimur höggum yfir pari. Bubba Watson náði sér ekki á strik en hann endaði samtals á níu undir pari og í þrettánda sætinu. Phil Mickelson endaði í 65. sætinu á einu höggi undir pari. Sigurvegarinn frá því í fyrra, Xander Schauffele, spilaði skelfilega á lokahringnum og endaði í 21. sætinu. Hann spilaði lokahringinn á fimm höggum yfir pari eftir að hafa verið í toppbaráttunni framan af.Congrats from Bubba.pic.twitter.com/u9ajLKd6Ry— PGA TOUR (@PGATOUR) July 8, 2018 Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kevin Na kom, sá og sigraði á Greenbrier-meistaramótinu en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni. Leikið var í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum. Fyrir lokahringinn var Kevin einu höggi á eftir forystusauðunum í mótinu, þeim Harold Varner III og Kelly Kraft. Þeir gáfu eftir á lokahringnum á meðan Kevin steig á bensíngjöfina. Kevin spilaði frábært golf á lokahringnum. Hann fékk einungis einn skolla en sjö fugla. Hinar holurnar fór hann á pari og endaði því dag fjögur á 64 höggum. Bandaríkjamaðurinn Kevin Na var því að vinna sinn annan risatitil á ferlinum en enginn veitti honum mótspyrnu á lokahringnum. Hann vann með fimm höggum en næstur kom Kelly Kraft. Í þriðja og fjórða sætinu voru svo Jason Kokrak og Brandt Snedeker. Harold Varner III, sá sem leiddi fyrir lokahringinn, gaf heldur betur eftir en hann endaði að lokum í fimmta sætinu. Hann spilaði síðasta hringinn á tveimur höggum yfir pari. Bubba Watson náði sér ekki á strik en hann endaði samtals á níu undir pari og í þrettánda sætinu. Phil Mickelson endaði í 65. sætinu á einu höggi undir pari. Sigurvegarinn frá því í fyrra, Xander Schauffele, spilaði skelfilega á lokahringnum og endaði í 21. sætinu. Hann spilaði lokahringinn á fimm höggum yfir pari eftir að hafa verið í toppbaráttunni framan af.Congrats from Bubba.pic.twitter.com/u9ajLKd6Ry— PGA TOUR (@PGATOUR) July 8, 2018
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira