Viðskipti innlent

Erlendum farþegum fjölgaði um 5,4 prósent í júní

Birgir Olgeirsson skrifar
Um 71 þúsund Íslendingar fóru utan í júní í ár eða 14,4 prósentum fleiri en í júní 2017.
Um 71 þúsund Íslendingar fóru utan í júní í ár eða 14,4 prósentum fleiri en í júní 2017. Vísir/Eyþór

Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í júní síðastliðnum voru tæplega 234 þúsund talsins samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um tólf þúsund fleiri en í júní á síðasta ári.

Fjölgunin nam 5,4 prósentum á milli ára sem er mun minni fjölgun en hefur mælst milli ára í júní síðastliðin ár.

Bandaríkjamenn voru fjölmennastir í júní eða um 40% af heildarfjölda og fjölgaði þeim um 29,1 prósent milli ára.

Veruleg fækkun var frá Þýskalandi og sama má segja um farþega frá Norðurlöndunum.

Frá áramótum hefur um ein milljón erlendra farþega farið úr landi um Keflavíkurflugvöll sem er 5,5 prósenta fjölgun miðað við sama tímabil í fyrra.

Um 71 þúsund Íslendingar fóru utan í júní í ár eða 14,4 prósentum fleiri en í júní 2017. Samtals voru brottfarir Íslendinga á tímabilinu janúar til júní tæp 333 þúsund talsins eða 11,7 prósentum fleiri en á sama tímabili árið 2017.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.