Formúla 1

Bottas á ráspól í Austurríki

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Valtteri Bottas fagnar í dag
Valtteri Bottas fagnar í dag víris/getty

Valtteri Bottas á Mercedes verður á ráspól þegar ræst verður í Austurríkiskappakstrinum á morgun. Bottas var sekúndubrotum á undan liðsfélaga sínum Lewis Hamilton í tímatökunni í dag.

Bottas átti hraðasta hring dagsins, 1:03,130. Hraðasti hringur Hamilton var 1:03,149. Ferrari-mennirnir Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen hrepptu þriðja og fjórða sætið.

Vettel gæti hins vegar verið færður aftar í röðinni þar sem rannsókn stendur yfir á því hvort hann hafi hindrað Carlos Sainz.

Kappaksturinn á morgunn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 12:40.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.