Formúla 1

Vettel fékk þriggja sæta refsingu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sebastian Vettel á erfitt verk fyrir höndum í Austurríki
Sebastian Vettel á erfitt verk fyrir höndum í Austurríki vísir/afp

Þjóðverjinn Sebastian Vettel mun ræsa í sjötta sæti í Austurríkiskappakstrinum á morgun en hann var færður aftur um þrjú sæti fyrir að hindra Carlos Sainz.

Vettel náði þriðja besta tíma í tímatökunni í dag á eftir Valtteri Bottas og Lewis Hamilton. Hann þarf hins vegar að sæta þriggja sæta refsingu fyrir að hindra Sainz í öðrum hluta tímatökunnar.

„Ég sá ekki neitt og enginn sagði mér frá því að hann væri að koma. Það eina sem ég get gert er að biðjast afsökunar og sem betur fer hafði þetta ekki áhrif á hann,“ sagði Vettel sér til varnar.

Sainz þurfti að fara út fyrir brautina til þess að koma í veg fyrir að klessa á Vettel og skemmdist bíll hans við það. Hann komst þrátt fyrir það í síðasta hluta tímatökunnar og ræsir níundi á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.