Viðskipti innlent

Kaupmáttur aukist um 4%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gert er ráð fyrir því að kaupmáttur hækki á næstunni.
Gert er ráð fyrir því að kaupmáttur hækki á næstunni. VÍSIR/ERNIR

Kaupmáttur launa hækkaði um 2,4 prósent í maí frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 4,2 prósent, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Hagstofan segir að áhrifa kjarasamninga á almennum vinnumarkaði gæti í vísitölunni.

Kveðið hafi verið á um þriggja prósenta almenna launahækkun þann 1. maí 2018 í samningi aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands við Samtök atvinnulífsins (SA) og í kjarasamningi SA og Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja hafi verið kveðið á um fimm prósenta almenna launahækkun. Vísitala kaupmáttar launa byggir á launavísitölu og vísitölu neysluverðs.

Almennt eykst kaupmáttur launa þegar laun hækka umfram verðlag en minnkar þegar verðbólga er meiri en launahækkanir. Hafa þurfi í huga að kaupmáttur launa er annar en kaupmáttur ráðstöfunartekna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.