Golf

Ólafía komst ekki áfram eftir kaflaskiptan hring

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafía er úr leik í Kansas.
Ólafía er úr leik í Kansas. vísir/getty

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, er úr leik á Wallmart-mótinu sem fór fram í Arkansas um helgina en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Ólafía byrjaði fyrsta hringinn vel og endaði hann á tveimur undir pari þar sem hún fékk meðal annars full á átjándu holunni.

Í gær spilaði Ólafía svo á tveimur yfir pari. Hringurinn var kaflaskiptur hjá Ólafíu sem fékk fimm skolla en þrjá fugla. Hún endaði samanlagt því á parinu.

Ólafía endaði í 96. sætinu ásamt fjölmörgum öðrum keppendum en hún var tveimur höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.