Erlent

Trump hjólar í Harley Davidson

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Verð á mótorjólum Harley Davidson mun hækka um 250 þúsund krónur.
Verð á mótorjólum Harley Davidson mun hækka um 250 þúsund krónur. Vísir/Getty

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er foxillur út í bandaríska mótorhjólaframleiðandann víðfræga Harley Davidson.

Stjórnendur fyrirtækisins hafa lýst því yfir að þeir ætli að auka erlenda hluta framleiðslunnar, til að sleppa við hina háu refsitolla sem önnur ríki hafa sett á bandarískar vörur, eftir að Trump setti viðlíka tolla á útlendar vörur sem flytja á til Bandaríkjanna.

Sjá einnig: Harley-Davidson flytur framleiðslu frá Bandaríkjunum vegna tolla

Harley Davidson er með verksmiðjur í Ástralíu, Brasilíu, Indlandi og Tælandi, auk Bandaríkjanna. Talið er að verðið á mótorhjólum fyrirtækisins munu hækka um 250 þúsund krónur í ríkjum Evrópusambandsins eftir tollabreytingarnar. Þar að auki mun framleiðslukostnaður fyrirtæksins aukast um næstum 5 milljarða króna á næsta ári vegna hærra íhlutaverðs.

Trump segist á Twitter vera undrandi á því að mótorhjólamerkið skuli vera það fyrsta sem „veifar hvíta fánanum.“ Forsetinn bætir við að hann hafi barist hatramlega fyrir hagsmunum bandarískra fyrirtækja og hvetur þau til að vera róleg.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.