Viðskipti innlent

Hækkar um 70 prósent í bókum Bláa lónsins

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins Vísir

Virði félagsins Gufu, sem rekur baðstaðinn Fontana við Laugarvatn, jókst um hátt í 70 prósent í bókum stærsta hluthafans, Bláa lónsins, á síðasta ári.

Ríflega 36 prósenta hlutur Bláa lónsins í Gufu var metinn á 1,6 milljónir evra eða sem jafngildir um 203 milljónum króna í lok síðasta árs. Það þýðir að baðstaðurinn var í heild metinn á um 560 milljónir króna. Til samanburðar var bókfært virði baðstaðarins um 316 milljónir króna í lok árs 2016.

Bláa lónið bætti við hlut sinn í Gufu í fyrra í gegnum dótturfélag sitt, Íslenskar heilsulindir, úr 19 prósentum í 36 prósent. Er Bláa lónið þannig orðið stærsti hluthafi Gufu en Icelandair hótel er sá næststærsti með ríflega 31 prósents hlut.

Baðstaðurinn við Laugarvatn, sem var opnaður sumarið 2011, skilaði 91 milljónar króna hagnaði árið 2016 og þrefaldaðist hagnaðurinn á milli ára. Félagið hefur ekki skilað ársreikningi fyrir síðasta ár.


Tengdar fréttir

Manngerð laug ekki náttúruleg

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) hefur hafnað kröfu Laugarvatns Fontana um starfsleyfi fyrir náttúrulaug.

Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða

Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
0,78
4
241.107
HAGA
0,58
1
252
REITIR
0,33
4
31.487
ARION
0,25
3
15.919
REGINN
0,12
1
242

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,77
9
131.656
SKEL
-1,15
1
11.580
SYN
-0,94
4
25.388
FESTI
-0,59
1
25
VIS
-0,39
2
196
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.