Lífið

Guy Ritchie veiðifélagi Beckhams og Björgólfs í Norðurá

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vel fer á með veiðifélögunum
Vel fer á með veiðifélögunum Vísir

Breski leikstjórinn Guy Ritchie er í för með David Beckham hér á landi. Félagarnir eru við veiðar í Norðurá og virðast skemmta sér vel.

Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag lýsti Beckham yfir ást sinni á Íslandi en hann skrásetur ferðalagið vel á Instagram. Þar má sjá að Björgólfur Thor Björgólfsson er einnig með þeim félögunum og á einni mynd skrifar Beckham að Ritchie og Björgólfur hafi skellt sér í rómantískan göngutúr á árbökum Norðurár.

Ritchie er helst þekktur fyrir harðsoðnar glæpamyndir á borð við Snatch og RocknRolla en hann hefur einnig leikstýrt myndunum um Sherlock Holmes sem skarta Robert Downey Jr. og Jude Law í aðalhlutverkum. Þá var hann eitt sinn giftur poppdívunni Madonnu.

Fylgjast má með ævintýrum Beckham og félaga hér.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.