Golf

Dustin orðinn efstur á heimslistanum eftir sigur í Memphis

Anton Ingi Leifsson skrifar
Johnson fagnar.
Johnson fagnar. vísir/getty

Dustin Johnson stóð uppi sem sigurvegari á St. Jude mótinu en móti er hluti af PGA-mótaröðinni. Leikið var í Memphis um helgina.

Johnson og Andrew Putman leiddu fyrir lokahringinn en frábær lokahringur hjá Johnson skildi á milli. Þar stakk hann Putman af.

Johnson spilaði lokahringinn á 66 höggum á meðan Putnam spilaði á 72 höggum. Johnson spilaði á fjórum höggum undir pari á meðan Putnam spilaði á tveimur yfir og þar liggur munurinn.

Með sigrinum er Johnson orðinn efstur á heimslistanum í golfi en hann tekur toppsætið af Justin Thomas. Justin var ekki meðal keppenda um helgina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.