Viðskipti innlent

S&P segir aukna áhættu fylgja sókn lífeyrissjóða í húsnæðislán

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Markaðshlutdeild lífeyrissjóða á þessu sviði hefur vaxið umtalsvert á síðustu árum.
Markaðshlutdeild lífeyrissjóða á þessu sviði hefur vaxið umtalsvert á síðustu árum. Vísir/vilhelm

Áhætta er fólgin í því að lífeyrissjóðir hafa aukið lánveitingar til heimila á kostnað bankakerfisins á undanförnum árum. Enda hefur ekki enn reynt á getu þeirra til að hafa eftirlit með lánveitingunum. Þetta kemur fram í áliti matsfyrirtækisins S&P sem staðfesti á föstudag óbreytta lánshæfiseinkunn ríkissjóðs eða A/A-1 með stöðugum horfum.

Markaðshlutdeild lífeyrissjóða á þessu sviði hefur vaxið í 18 prósent úr 10 prósentum á tveimur árum. Slæm ávöxtun af eignum lífeyrissjóða gæti haft í för með sér að skerða þurfi lífeyrisgreiðslur. Það gæti leitt til verri fjárhagsstöðu heimila sem gæti haft efnahagslegar afleiðingar, segir í greiningunni.

Bent er á að sögulega hafi laun hérlendis hækkað meira en sem nemur vexti í framleiðni og verðbólgu. Búast má við í ljósi kröftugs hagvaxtar að vissir hópar launþega krefjist umtalsverðra launahækkana, sem gæti dregið úr samkeppnishæfni landsins, ef kröfur annarra stétta verði á sömu leið .Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.