Of mikil áhersla á séreignarstefnu á íslenskum húsnæðismarkaði að mati hagfræðings Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. júní 2018 20:00 Ólafur Margeirsson hagfræðingur. Vísir/Skjáskot Lífeyrissjóðir gætu gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu leigumarkaðar hér á landi að sögn hagfræðings. Þá sé of rík áhersla á séreignarstefnu og þarf hugarfarsbreytingu til að útrýma fordómum gagnvart leigumarkaði. Ólafur Margeirsson er doktor í hagfræði og starfar við greiningu húsnæðismarkaðar hjá trygginga- og leigufyrirtæki í Sviss. Hann segir aðstæður á leigumarkaði hér á landi ekki vera til fyrirmyndar en hann hélt erindi á vegum stéttarfélagsins Eflingar á Grand hótel í dag. „Það er of lítil samkeppni með leiguhúsnæði, einfaldlega vegna þess að það er ekki nægilega mikið af leiguhúsnæði í boði,“ segir Ólafur í samtali við Stöð 2. Því þurfi að breyta og er aðkoma hins opinbera ekki nauðsynleg til að svo verði að sögn Ólafs. Þátttaka lífeyrissjóða á leigumarkaði geti til að mynda verið heppilegur fjárfestingakostur sem gæti einnig haft í för með sér þjóðhagslegan ávinning. „Meira framboð myndi ýta leiguverðinu niður og það er á sama tíma náttúrlega jákvætt líka uppá til dæmis verðbólguþróun og stöðugleika hagkerfisins líka. Og lægri verðbólga og lægra leiguverð það ýtir líka undir það að nafnlaunahækkanir, þær þurfa ekki að vera jafn miklar til þess að sérstaklega þeir sem eru á leigumarkaði hafi það ágætt,“ útskýrir Ólafur. Auk lífeyrissjóða gætu önnur félög og fyrirtæki, ýmist óhagnaðardrifin eða í gróðaskyni, haslað sér völl á leigumarkaði sem myndi skila sér í jákvæðri samkeppni. „Það er stabílla heldur en þessi séreignarstefna sem er því miður búið að keyra á á Íslandi í of langan tíma þar sem það er keyrt á því að þú eigir að eiga það húsnæði sem þú býrð í,“ segir Ólafur. Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Lífeyrissjóðir gætu gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu leigumarkaðar hér á landi að sögn hagfræðings. Þá sé of rík áhersla á séreignarstefnu og þarf hugarfarsbreytingu til að útrýma fordómum gagnvart leigumarkaði. Ólafur Margeirsson er doktor í hagfræði og starfar við greiningu húsnæðismarkaðar hjá trygginga- og leigufyrirtæki í Sviss. Hann segir aðstæður á leigumarkaði hér á landi ekki vera til fyrirmyndar en hann hélt erindi á vegum stéttarfélagsins Eflingar á Grand hótel í dag. „Það er of lítil samkeppni með leiguhúsnæði, einfaldlega vegna þess að það er ekki nægilega mikið af leiguhúsnæði í boði,“ segir Ólafur í samtali við Stöð 2. Því þurfi að breyta og er aðkoma hins opinbera ekki nauðsynleg til að svo verði að sögn Ólafs. Þátttaka lífeyrissjóða á leigumarkaði geti til að mynda verið heppilegur fjárfestingakostur sem gæti einnig haft í för með sér þjóðhagslegan ávinning. „Meira framboð myndi ýta leiguverðinu niður og það er á sama tíma náttúrlega jákvætt líka uppá til dæmis verðbólguþróun og stöðugleika hagkerfisins líka. Og lægri verðbólga og lægra leiguverð það ýtir líka undir það að nafnlaunahækkanir, þær þurfa ekki að vera jafn miklar til þess að sérstaklega þeir sem eru á leigumarkaði hafi það ágætt,“ útskýrir Ólafur. Auk lífeyrissjóða gætu önnur félög og fyrirtæki, ýmist óhagnaðardrifin eða í gróðaskyni, haslað sér völl á leigumarkaði sem myndi skila sér í jákvæðri samkeppni. „Það er stabílla heldur en þessi séreignarstefna sem er því miður búið að keyra á á Íslandi í of langan tíma þar sem það er keyrt á því að þú eigir að eiga það húsnæði sem þú býrð í,“ segir Ólafur.
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira