Golf

Kylfingur játaði svindl á Íslandsbankamótaröðinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
vísir

Upp hefur komist um svindl á Íslandsbankamótaröðinni í golfi á fyrsta móti ársins sem fram fór á Strandarvelli á Hellu. Vefsíðan Kylfingur.is greindi frá þessu í dag.

Krefjandi aðstæður voru á Hellu um síðustu helgi þegar 129 kylfingar tóku þátt í fyrsta móti ársins á Íslandsbankamótaröðinni.

Einn keppandi mótsins á að hafa viljandi lagt niður nýjan bolta í þungum karga utan brautar þegar hann fann ekki boltann sinn. Atvikið átti sér stað við fyrstu holu á Strandarvelli.

Samkvæmt frétt Kylfings voru það leikmenn í öðrum ráshóp sem sáu atvikið og tilkynntu til dómara mótsins. Kylfingurinn viðurkenndi brotið fyrir dómaranum daginn eftir.

Ekki hefur enn verið úrskurðað hvort keppandinn verði dæmdur í bann vegna málsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.