Golf

Tiger í toppformi fyrir US Open

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tiger er jákvæður þessa dagana.
Tiger er jákvæður þessa dagana. vísir/getty

Tiger Woods segist mæta bjartsýnn til leiks á US Open enda sé hann í toppformi. Hann segir þó ljóst að hann þurfi að bæta púttin sín fyrir mótið.

Tiger var á topp 25 á Memorial-mótinu um helgina en hann púttaði illa og fór lokahringinn á 72 höggum. Hann var lengi vel í góðri stöðu á mótinu en náði ekki að halda dampi.

„Svona í heildina þá er spilamennska mín eins og ég vil hafa hana fyrir US Open. Það er mjög jákvætt. Ég fékk fullt af tækifærum á þessu móti en púttin vildu ekki detta. Mér leið bara aldrei vel með púttlínurnar og tilfinningin var ekki í lagi,“ sagði Tiger.

„Ég var samt að hitta boltann mjög vel og ég tek það jákvæða með mér. Ég þarf að byggja ofan á þetta. Ég verð í toppstandi á US Open.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.