Prófessor Lars Jonung telur myntráð bestu leiðina fyrir Íslendinga Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. júní 2018 18:30 Lars Jonung er prófessor emeritus í hagfræði við Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Hann er einn fremsti fræðimaður í Evrópu í fastgengisstefnu og hefur verið ráðgjafi ríkja sem hafa innleitt slíka peningastefnu. Vísir/Þorbjörn Þórðarson Lars Jonung, prófessor við Háskólann í Lundi, sem starfshópur ríkisstjórnarinnar um peningastefnu fékk til að vinna álitsgerð fyrir sig telur að fastgengisstefna með svokölluðu myntráði sé besta leiðin fyrir Íslendinga í peningamálum. Starfshópur ríkisstjórnarinnar hafnaði hugmyndum hans. Starfshópurinn fékk Jonung til þess að fjalla um íslenska peningastefnu í norrænum samanburði. Jafnframt því að skoða aðra valmöguleika en verðbólgumarkmið. Jonung telur fastgengisstefnu með myntráði langbesta valkostinn fyrir Íslendinga.„Myntráð er góður kostur því það hefur verið prófað í öðrum löndum með frábærum árangri, Eistlandi, Litháen, Búlgaríu, Hong Kong. Það kemur strax á stöðugleika í peningamálum, stöðugleika á gengi og hægt verður að leysa önnur efnahagsvandamál þegar kominn er á stöðugleiki í peningamálum. Vandamálið á Íslandi síðustu hundrað árin er að þið hafið haft gjaldmiðil sem hefur rýrnað stöðugt. Þið verðið að segja skilið við söguna, segja skilið við fortíðina. Til þess þurfið þið nýja gerð peningakerfis,“ segir Jonung. Endurskoðun starfshópsins gekk út frá þeirri forsendu að krónan verði gjaldmiðill Íslendinga í nánustu framtíð en í honum sátu hagfræðingarnir Ásdís Kristjánsdóttir, Ásgeir Jónsson og Illugi Gunnarsson. Starfshópurinn hafnaði algjörlega tillögu Lars Jonung um myntráð. Meðal annars á þeirri forsendu að hún væri of áhættusöm. „Það að taka hér upp myntráð ógnar fjármálastöðugleika ef að við fylgjum ekki leikreglum. Við teljum að verðbólgumarkmið geti gengið upp hér á Íslandi, alveg eins og það gengur upp í öðrum verðbólgumarkmiðsríkjum, eins og það gengur í Svíþjóð og í Noregi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir.Öll hagstjórn verður auðveldari Jonung segir að öll hagstjórn verði auðveldari með myntráði. Þess má geta að einn stjórnmálaflokkur, Viðreisn, hefur haft myntráð á stefnuskránni. „Með því að hafa myntráð væri auðveldara fyrir ríkisstjórn Íslands að fylgjast með íslenska hagkerfinu og þið fengjuð meiri raunhagvöxt. Eitt vandamál í peningamálasögu Íslands er að hún hefur haldið hagvexti niðri. Þið væruð mun ríkara land með annað peningakerfi en það kerfi sem þið hafið haft síðustu hundrað árin,“ segir Jonung.Ásdís Kristjánsdóttir fór yfir mikilvægustu tillögur starfshópsins í viðtali á Stöð 2 7. júní 2018. Mest lesið SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Sjá meira
Lars Jonung, prófessor við Háskólann í Lundi, sem starfshópur ríkisstjórnarinnar um peningastefnu fékk til að vinna álitsgerð fyrir sig telur að fastgengisstefna með svokölluðu myntráði sé besta leiðin fyrir Íslendinga í peningamálum. Starfshópur ríkisstjórnarinnar hafnaði hugmyndum hans. Starfshópurinn fékk Jonung til þess að fjalla um íslenska peningastefnu í norrænum samanburði. Jafnframt því að skoða aðra valmöguleika en verðbólgumarkmið. Jonung telur fastgengisstefnu með myntráði langbesta valkostinn fyrir Íslendinga.„Myntráð er góður kostur því það hefur verið prófað í öðrum löndum með frábærum árangri, Eistlandi, Litháen, Búlgaríu, Hong Kong. Það kemur strax á stöðugleika í peningamálum, stöðugleika á gengi og hægt verður að leysa önnur efnahagsvandamál þegar kominn er á stöðugleiki í peningamálum. Vandamálið á Íslandi síðustu hundrað árin er að þið hafið haft gjaldmiðil sem hefur rýrnað stöðugt. Þið verðið að segja skilið við söguna, segja skilið við fortíðina. Til þess þurfið þið nýja gerð peningakerfis,“ segir Jonung. Endurskoðun starfshópsins gekk út frá þeirri forsendu að krónan verði gjaldmiðill Íslendinga í nánustu framtíð en í honum sátu hagfræðingarnir Ásdís Kristjánsdóttir, Ásgeir Jónsson og Illugi Gunnarsson. Starfshópurinn hafnaði algjörlega tillögu Lars Jonung um myntráð. Meðal annars á þeirri forsendu að hún væri of áhættusöm. „Það að taka hér upp myntráð ógnar fjármálastöðugleika ef að við fylgjum ekki leikreglum. Við teljum að verðbólgumarkmið geti gengið upp hér á Íslandi, alveg eins og það gengur upp í öðrum verðbólgumarkmiðsríkjum, eins og það gengur í Svíþjóð og í Noregi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir.Öll hagstjórn verður auðveldari Jonung segir að öll hagstjórn verði auðveldari með myntráði. Þess má geta að einn stjórnmálaflokkur, Viðreisn, hefur haft myntráð á stefnuskránni. „Með því að hafa myntráð væri auðveldara fyrir ríkisstjórn Íslands að fylgjast með íslenska hagkerfinu og þið fengjuð meiri raunhagvöxt. Eitt vandamál í peningamálasögu Íslands er að hún hefur haldið hagvexti niðri. Þið væruð mun ríkara land með annað peningakerfi en það kerfi sem þið hafið haft síðustu hundrað árin,“ segir Jonung.Ásdís Kristjánsdóttir fór yfir mikilvægustu tillögur starfshópsins í viðtali á Stöð 2 7. júní 2018.
Mest lesið SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Sjá meira