Prófessor Lars Jonung telur myntráð bestu leiðina fyrir Íslendinga Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. júní 2018 18:30 Lars Jonung er prófessor emeritus í hagfræði við Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Hann er einn fremsti fræðimaður í Evrópu í fastgengisstefnu og hefur verið ráðgjafi ríkja sem hafa innleitt slíka peningastefnu. Vísir/Þorbjörn Þórðarson Lars Jonung, prófessor við Háskólann í Lundi, sem starfshópur ríkisstjórnarinnar um peningastefnu fékk til að vinna álitsgerð fyrir sig telur að fastgengisstefna með svokölluðu myntráði sé besta leiðin fyrir Íslendinga í peningamálum. Starfshópur ríkisstjórnarinnar hafnaði hugmyndum hans. Starfshópurinn fékk Jonung til þess að fjalla um íslenska peningastefnu í norrænum samanburði. Jafnframt því að skoða aðra valmöguleika en verðbólgumarkmið. Jonung telur fastgengisstefnu með myntráði langbesta valkostinn fyrir Íslendinga.„Myntráð er góður kostur því það hefur verið prófað í öðrum löndum með frábærum árangri, Eistlandi, Litháen, Búlgaríu, Hong Kong. Það kemur strax á stöðugleika í peningamálum, stöðugleika á gengi og hægt verður að leysa önnur efnahagsvandamál þegar kominn er á stöðugleiki í peningamálum. Vandamálið á Íslandi síðustu hundrað árin er að þið hafið haft gjaldmiðil sem hefur rýrnað stöðugt. Þið verðið að segja skilið við söguna, segja skilið við fortíðina. Til þess þurfið þið nýja gerð peningakerfis,“ segir Jonung. Endurskoðun starfshópsins gekk út frá þeirri forsendu að krónan verði gjaldmiðill Íslendinga í nánustu framtíð en í honum sátu hagfræðingarnir Ásdís Kristjánsdóttir, Ásgeir Jónsson og Illugi Gunnarsson. Starfshópurinn hafnaði algjörlega tillögu Lars Jonung um myntráð. Meðal annars á þeirri forsendu að hún væri of áhættusöm. „Það að taka hér upp myntráð ógnar fjármálastöðugleika ef að við fylgjum ekki leikreglum. Við teljum að verðbólgumarkmið geti gengið upp hér á Íslandi, alveg eins og það gengur upp í öðrum verðbólgumarkmiðsríkjum, eins og það gengur í Svíþjóð og í Noregi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir.Öll hagstjórn verður auðveldari Jonung segir að öll hagstjórn verði auðveldari með myntráði. Þess má geta að einn stjórnmálaflokkur, Viðreisn, hefur haft myntráð á stefnuskránni. „Með því að hafa myntráð væri auðveldara fyrir ríkisstjórn Íslands að fylgjast með íslenska hagkerfinu og þið fengjuð meiri raunhagvöxt. Eitt vandamál í peningamálasögu Íslands er að hún hefur haldið hagvexti niðri. Þið væruð mun ríkara land með annað peningakerfi en það kerfi sem þið hafið haft síðustu hundrað árin,“ segir Jonung.Ásdís Kristjánsdóttir fór yfir mikilvægustu tillögur starfshópsins í viðtali á Stöð 2 7. júní 2018. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Lars Jonung, prófessor við Háskólann í Lundi, sem starfshópur ríkisstjórnarinnar um peningastefnu fékk til að vinna álitsgerð fyrir sig telur að fastgengisstefna með svokölluðu myntráði sé besta leiðin fyrir Íslendinga í peningamálum. Starfshópur ríkisstjórnarinnar hafnaði hugmyndum hans. Starfshópurinn fékk Jonung til þess að fjalla um íslenska peningastefnu í norrænum samanburði. Jafnframt því að skoða aðra valmöguleika en verðbólgumarkmið. Jonung telur fastgengisstefnu með myntráði langbesta valkostinn fyrir Íslendinga.„Myntráð er góður kostur því það hefur verið prófað í öðrum löndum með frábærum árangri, Eistlandi, Litháen, Búlgaríu, Hong Kong. Það kemur strax á stöðugleika í peningamálum, stöðugleika á gengi og hægt verður að leysa önnur efnahagsvandamál þegar kominn er á stöðugleiki í peningamálum. Vandamálið á Íslandi síðustu hundrað árin er að þið hafið haft gjaldmiðil sem hefur rýrnað stöðugt. Þið verðið að segja skilið við söguna, segja skilið við fortíðina. Til þess þurfið þið nýja gerð peningakerfis,“ segir Jonung. Endurskoðun starfshópsins gekk út frá þeirri forsendu að krónan verði gjaldmiðill Íslendinga í nánustu framtíð en í honum sátu hagfræðingarnir Ásdís Kristjánsdóttir, Ásgeir Jónsson og Illugi Gunnarsson. Starfshópurinn hafnaði algjörlega tillögu Lars Jonung um myntráð. Meðal annars á þeirri forsendu að hún væri of áhættusöm. „Það að taka hér upp myntráð ógnar fjármálastöðugleika ef að við fylgjum ekki leikreglum. Við teljum að verðbólgumarkmið geti gengið upp hér á Íslandi, alveg eins og það gengur upp í öðrum verðbólgumarkmiðsríkjum, eins og það gengur í Svíþjóð og í Noregi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir.Öll hagstjórn verður auðveldari Jonung segir að öll hagstjórn verði auðveldari með myntráði. Þess má geta að einn stjórnmálaflokkur, Viðreisn, hefur haft myntráð á stefnuskránni. „Með því að hafa myntráð væri auðveldara fyrir ríkisstjórn Íslands að fylgjast með íslenska hagkerfinu og þið fengjuð meiri raunhagvöxt. Eitt vandamál í peningamálasögu Íslands er að hún hefur haldið hagvexti niðri. Þið væruð mun ríkara land með annað peningakerfi en það kerfi sem þið hafið haft síðustu hundrað árin,“ segir Jonung.Ásdís Kristjánsdóttir fór yfir mikilvægustu tillögur starfshópsins í viðtali á Stöð 2 7. júní 2018.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira