Golf

Birgir Björn og Ragnhildur leiða fyrir lokahringinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnhildur leiðir í kvennaflokki.
Ragnhildur leiðir í kvennaflokki. vísir/daníel

Birgir Björn Magnússon, GK, og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, eru með forystuna fyrir lokahringinn á Símamótinu sem leikið er á Hlíðavelli um helgina.

Fyrir lokahringinn er Birgir Björn með eins höggs forskot á Kristján Þór Einarsson, heimamann úr GM, en Birgir Björn hefur spilað fyrstu hringina tvo á sjö undir pari.

Nokkuð er svo í næstu menn en þeir Sigurður Bjarki Blumenstein, Sverrir Haraldsson og Ingvar Andri Magnússon eru allir á einu höggi undir pari eftir hringina tvo.

Í kvennaflokki er eins og áður segir Ragnhildur með forystuna en hún hefur spilað hringina tvo á sjö yfir pari. Næst kemur Helga Kristín Einarsdóttir á átta yfir pari og í þriðja sæti er Saga Traustadóttir át ólf yfir.

Lokahringurinn fer fram á morgun en mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni 2017/2018. Þetta er fjórða mótið í mótaröðinni en afar erfiðar aðstæður voru í Mosfellsbæ í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.