Viðskipti innlent

Hættir í stjórn Arion banka vegna „óæskilegrar hegðunar“

Birgir Olgeirsson skrifar
Áætlað er að útboðið fari fram á fyrri hluta ársins.
Áætlað er að útboðið fari fram á fyrri hluta ársins. Vísir/eyþór
Jakob Már Ásmundsson, hefur tilkynnt um afsögn sína úr stjórn Arion banka. Afsögnin er til komin vegna „óæskilegrar hegðunar af hans hálfu,“ líkt og það er orðað í tilkynningu frá bankanum.

Í afsagnarbréfi sem Jakob skrifar undir segir að síðastliðinn fimmtudag hafi komið upp atvik í gleðskap á vegum bankans þar hann hafi drukkið of mikið áfengi og farið yfir strikið í samskiptum sínum við starfsmenn og viðskiptavini.

Jakob Ásmundsson
„Þar sagði ég hluti sem eru mér ekki samboðnir og kvartað var yfir. Ég sé mikið eftir þessu og vil axla ábyrgð með því að segja mig úr stjórninni,“ segir í bréfinu.

Jakob var fyrst kjörinn í stjórn Arion banka á hluthafafundi 9. mars 2017. 

Hann var ráðinn lektor í fjármálum við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands til fimm ára 1. júlí í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×