Áætlunarflugi til Sauðárkróks hætt Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2018 19:45 Flugvél Ernis á Alexandersflugvelli í Skagafirði. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Áætlunarflugi til Sauðárkróks hefur verið hætt. Forstjóri Flugfélagsins Ernis segir þó mögulegt að þráðurinn verði tekinn upp að nýju í haust. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Skagfirðingar segjast eiga eitt besta flugvallarstæði landsins, og það vakti mikla ánægju þeirra þegar áætlunarflug hófst að nýju til Alexandersflugvallar í vetur með fjórum ferðum í viku. „Það er bara æðislegt að sjá upplifun allra. Þegar ljósin kvikna á vellinum og vélin kemur inn og fólk heyrir í vélinni,” sagði Freyja Rós Ásdísardóttir, starfsmaður Ernis á Sauðárkróki, í viðtali fyrr í vor og bætti við. „En það má nota þetta meira. Þetta er ekki alveg að fara nógu vel af stað. En eitthvað þó,“ sagði Freyja Rós.Freyja Rós Ásdísardóttir, starfsmaður Ernis á Sauðárkróki.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flugið hófst 1. desember og leit Flugfélagið Ernir á það sem sex mánaða tilraun, sem nú hefur verið hætt. „Það er ekki verið að greiða neitt með þessu. Við tókum þetta á okkar ábyrgð að gera þessa tilraun,” segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis. „Því miður höfðum við ekki möguleika á að halda uppi þeim ferðafjölda sem þarf til að svona áætlun gangi,” segir Hörður. Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Þurft hefði að fljúga sex til sjö sinnum í viku að minnsta kosti, segir Hörður. Hann hafi bara haft vél og mannskap til að fljúga þrjá daga vikunnar, þar af tvær ferðir einn daginn, en það hafi ekki dugað til að ná upp farþegafjölda. „Því miður hefur þetta ekki skilað þeim árangri sem við væntum. En það má vera að við reynum að taka þetta aftur upp næsta haust, ef aðstæður breytast.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Áætlunarflug til Skagafjarðar hafið Ef tilraunaverkefni gengur vel gæti flugið fest sig í sessi 3. desember 2017 20:00 Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sjá meira
Áætlunarflugi til Sauðárkróks hefur verið hætt. Forstjóri Flugfélagsins Ernis segir þó mögulegt að þráðurinn verði tekinn upp að nýju í haust. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Skagfirðingar segjast eiga eitt besta flugvallarstæði landsins, og það vakti mikla ánægju þeirra þegar áætlunarflug hófst að nýju til Alexandersflugvallar í vetur með fjórum ferðum í viku. „Það er bara æðislegt að sjá upplifun allra. Þegar ljósin kvikna á vellinum og vélin kemur inn og fólk heyrir í vélinni,” sagði Freyja Rós Ásdísardóttir, starfsmaður Ernis á Sauðárkróki, í viðtali fyrr í vor og bætti við. „En það má nota þetta meira. Þetta er ekki alveg að fara nógu vel af stað. En eitthvað þó,“ sagði Freyja Rós.Freyja Rós Ásdísardóttir, starfsmaður Ernis á Sauðárkróki.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flugið hófst 1. desember og leit Flugfélagið Ernir á það sem sex mánaða tilraun, sem nú hefur verið hætt. „Það er ekki verið að greiða neitt með þessu. Við tókum þetta á okkar ábyrgð að gera þessa tilraun,” segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis. „Því miður höfðum við ekki möguleika á að halda uppi þeim ferðafjölda sem þarf til að svona áætlun gangi,” segir Hörður. Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Þurft hefði að fljúga sex til sjö sinnum í viku að minnsta kosti, segir Hörður. Hann hafi bara haft vél og mannskap til að fljúga þrjá daga vikunnar, þar af tvær ferðir einn daginn, en það hafi ekki dugað til að ná upp farþegafjölda. „Því miður hefur þetta ekki skilað þeim árangri sem við væntum. En það má vera að við reynum að taka þetta aftur upp næsta haust, ef aðstæður breytast.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Áætlunarflug til Skagafjarðar hafið Ef tilraunaverkefni gengur vel gæti flugið fest sig í sessi 3. desember 2017 20:00 Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sjá meira
Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15
Áætlunarflug til Skagafjarðar hafið Ef tilraunaverkefni gengur vel gæti flugið fest sig í sessi 3. desember 2017 20:00
Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00