Áætlunarflugi til Sauðárkróks hætt Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2018 19:45 Flugvél Ernis á Alexandersflugvelli í Skagafirði. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Áætlunarflugi til Sauðárkróks hefur verið hætt. Forstjóri Flugfélagsins Ernis segir þó mögulegt að þráðurinn verði tekinn upp að nýju í haust. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Skagfirðingar segjast eiga eitt besta flugvallarstæði landsins, og það vakti mikla ánægju þeirra þegar áætlunarflug hófst að nýju til Alexandersflugvallar í vetur með fjórum ferðum í viku. „Það er bara æðislegt að sjá upplifun allra. Þegar ljósin kvikna á vellinum og vélin kemur inn og fólk heyrir í vélinni,” sagði Freyja Rós Ásdísardóttir, starfsmaður Ernis á Sauðárkróki, í viðtali fyrr í vor og bætti við. „En það má nota þetta meira. Þetta er ekki alveg að fara nógu vel af stað. En eitthvað þó,“ sagði Freyja Rós.Freyja Rós Ásdísardóttir, starfsmaður Ernis á Sauðárkróki.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flugið hófst 1. desember og leit Flugfélagið Ernir á það sem sex mánaða tilraun, sem nú hefur verið hætt. „Það er ekki verið að greiða neitt með þessu. Við tókum þetta á okkar ábyrgð að gera þessa tilraun,” segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis. „Því miður höfðum við ekki möguleika á að halda uppi þeim ferðafjölda sem þarf til að svona áætlun gangi,” segir Hörður. Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Þurft hefði að fljúga sex til sjö sinnum í viku að minnsta kosti, segir Hörður. Hann hafi bara haft vél og mannskap til að fljúga þrjá daga vikunnar, þar af tvær ferðir einn daginn, en það hafi ekki dugað til að ná upp farþegafjölda. „Því miður hefur þetta ekki skilað þeim árangri sem við væntum. En það má vera að við reynum að taka þetta aftur upp næsta haust, ef aðstæður breytast.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Áætlunarflug til Skagafjarðar hafið Ef tilraunaverkefni gengur vel gæti flugið fest sig í sessi 3. desember 2017 20:00 Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Áætlunarflugi til Sauðárkróks hefur verið hætt. Forstjóri Flugfélagsins Ernis segir þó mögulegt að þráðurinn verði tekinn upp að nýju í haust. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Skagfirðingar segjast eiga eitt besta flugvallarstæði landsins, og það vakti mikla ánægju þeirra þegar áætlunarflug hófst að nýju til Alexandersflugvallar í vetur með fjórum ferðum í viku. „Það er bara æðislegt að sjá upplifun allra. Þegar ljósin kvikna á vellinum og vélin kemur inn og fólk heyrir í vélinni,” sagði Freyja Rós Ásdísardóttir, starfsmaður Ernis á Sauðárkróki, í viðtali fyrr í vor og bætti við. „En það má nota þetta meira. Þetta er ekki alveg að fara nógu vel af stað. En eitthvað þó,“ sagði Freyja Rós.Freyja Rós Ásdísardóttir, starfsmaður Ernis á Sauðárkróki.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flugið hófst 1. desember og leit Flugfélagið Ernir á það sem sex mánaða tilraun, sem nú hefur verið hætt. „Það er ekki verið að greiða neitt með þessu. Við tókum þetta á okkar ábyrgð að gera þessa tilraun,” segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis. „Því miður höfðum við ekki möguleika á að halda uppi þeim ferðafjölda sem þarf til að svona áætlun gangi,” segir Hörður. Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Þurft hefði að fljúga sex til sjö sinnum í viku að minnsta kosti, segir Hörður. Hann hafi bara haft vél og mannskap til að fljúga þrjá daga vikunnar, þar af tvær ferðir einn daginn, en það hafi ekki dugað til að ná upp farþegafjölda. „Því miður hefur þetta ekki skilað þeim árangri sem við væntum. En það má vera að við reynum að taka þetta aftur upp næsta haust, ef aðstæður breytast.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Áætlunarflug til Skagafjarðar hafið Ef tilraunaverkefni gengur vel gæti flugið fest sig í sessi 3. desember 2017 20:00 Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15
Áætlunarflug til Skagafjarðar hafið Ef tilraunaverkefni gengur vel gæti flugið fest sig í sessi 3. desember 2017 20:00
Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00