Axel: Skil ekki dómgæsluna í þessum leik Benedikt Grétarsson skrifar 30. maí 2018 21:41 Axel Stefánsson. vísir/stefán Landsliðsþjálfarinn Axel Stefánsson var að sjálfsögðu svekktur eftir 24-26 tap Íslands gegn Tékklandi í Laugardalshöll í kvöld í síðasta heimaleik liðsins í undankeppni EM 2018. Axel tók undir orð blaðamanns að slæm byrjun hefði sett liðið í erfiða stöðu líklega grafið of djúpa holu. „Já við gerðum það. Það var svolítið óðagot á okkur í byrjun og við tókum mörg ótímabær skot sem við fáum í bakið. Það var samt mikill vilji í liðinu og stelpurnar ætluðu virkilega að koma hérna, sýna sig og sanna.“ „Seinni hálfleikurinn sýnir bara hversu mikill karakter býr í þessu liði. Við komumst hægt og sígandi inn í þetta og eiginlega bara grátlegt að við náum ekki að klára þetta í dag.“ Dómgæslan var á köflum ansi skrautleg og pólska dómaraparið var ekki í neinum takti við handboltareglurnar á mikilvægum augnablikum. Axel viðurkennir að þetta hafi ekki alveg verið nógu gott. „Já, því miður verður maður bara að sætta sig við það. Við verðum bara að verða svo gott handboltalið að við getum klárað svona stöður en það var mjög margt skrýtið í dómgæslunni í dag. Ég skil ekki alveg allar ákvarðanir þeirra.“ Erfiður leikur bíður á laugardag í síðasta leik undankeppninnar gegn Dönum og Axel vill sjá agaðri leik hjá sínu liði. „Á móti Dönum verður það bara dauði ef við ætlum að taka fyrstu sénsa á skotfæri. Þær eru með miklu betri markmenn og betri varnarvinnu. Þegar við sýnum að við getum náð flæði í boltann og gerum þessar árásir, þá eigum við alveg að geta fært Danina til í vörninni.“ „Það eru margar í hópnum sem hafa ekki spilað í langan tíma en nú erum við komnar með einn alvöru leik í kroppinn og þetta verður bara betra,“ sagði landsliðsþjálfarinn Axel Stefánsson. Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tékkland 24-26 | Svekkjandi tap gegn Tékkum Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tók á móti Tékkum í síðasta heimaleiknum í undankeppni EM. Liðið á ekki möguleika á því að komast í lokakeppnina eftir tapið í kvöld 30. maí 2018 22:00 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Axel Stefánsson var að sjálfsögðu svekktur eftir 24-26 tap Íslands gegn Tékklandi í Laugardalshöll í kvöld í síðasta heimaleik liðsins í undankeppni EM 2018. Axel tók undir orð blaðamanns að slæm byrjun hefði sett liðið í erfiða stöðu líklega grafið of djúpa holu. „Já við gerðum það. Það var svolítið óðagot á okkur í byrjun og við tókum mörg ótímabær skot sem við fáum í bakið. Það var samt mikill vilji í liðinu og stelpurnar ætluðu virkilega að koma hérna, sýna sig og sanna.“ „Seinni hálfleikurinn sýnir bara hversu mikill karakter býr í þessu liði. Við komumst hægt og sígandi inn í þetta og eiginlega bara grátlegt að við náum ekki að klára þetta í dag.“ Dómgæslan var á köflum ansi skrautleg og pólska dómaraparið var ekki í neinum takti við handboltareglurnar á mikilvægum augnablikum. Axel viðurkennir að þetta hafi ekki alveg verið nógu gott. „Já, því miður verður maður bara að sætta sig við það. Við verðum bara að verða svo gott handboltalið að við getum klárað svona stöður en það var mjög margt skrýtið í dómgæslunni í dag. Ég skil ekki alveg allar ákvarðanir þeirra.“ Erfiður leikur bíður á laugardag í síðasta leik undankeppninnar gegn Dönum og Axel vill sjá agaðri leik hjá sínu liði. „Á móti Dönum verður það bara dauði ef við ætlum að taka fyrstu sénsa á skotfæri. Þær eru með miklu betri markmenn og betri varnarvinnu. Þegar við sýnum að við getum náð flæði í boltann og gerum þessar árásir, þá eigum við alveg að geta fært Danina til í vörninni.“ „Það eru margar í hópnum sem hafa ekki spilað í langan tíma en nú erum við komnar með einn alvöru leik í kroppinn og þetta verður bara betra,“ sagði landsliðsþjálfarinn Axel Stefánsson.
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tékkland 24-26 | Svekkjandi tap gegn Tékkum Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tók á móti Tékkum í síðasta heimaleiknum í undankeppni EM. Liðið á ekki möguleika á því að komast í lokakeppnina eftir tapið í kvöld 30. maí 2018 22:00 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Tékkland 24-26 | Svekkjandi tap gegn Tékkum Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tók á móti Tékkum í síðasta heimaleiknum í undankeppni EM. Liðið á ekki möguleika á því að komast í lokakeppnina eftir tapið í kvöld 30. maí 2018 22:00