Starfsmenn eignast Summu að fullu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 23. maí 2018 06:00 Sigurgeir Tryggvason, framkvæmdastjóri Summu. Starfsmenn sjóðastýringarfyrirtækisins Summu rekstrarfélags hafa keypt fjórðungshlut Íslandsbanka í fyrirtækinu og eignast þannig allt hlutafé þess. Starfsmennirnir fjórir, Sigurgeir Tryggvason framkvæmdastjóri, Haraldur Óskar Haraldsson, Hrafnkell Kárason og Ómar Örn Tryggvason, eiga Summu í gegnum eignarhaldsfélagið Megind. Summa var áður dótturfélag Íslandsbanka en bankinn hefur selt sig úr félaginu í nokkrum skrefum á undanförnum árum. Sigurgeir staðfestir við Markaðinn að kaupin á fjórðungshlut Íslandsbanka hafi gengið í gegn í byrjun síðasta mánaðar. „Eigendurnir, sem eru jafnframt allir starfsmenn Summu, hafa mikla trú á félaginu og framtíðarhorfum þess. Við starfsmenn og hluthafar erum nú einir ábyrgir fyrir því að nýta þá möguleika sem eru til staðar en teljum jafnframt að viss tækifæri felist í félagi sem er sjálfstætt og óháð á fjármálamarkaði,“ segir hann. Þá hafa þeir Birgir Örn Arnarson, yfirmaður hjá PayPal, og Tryggvi Björn Davíðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaða hjá Íslandsbanka, tekið sæti í stjórn sjóðastýringarfyrirtækisins en þar fyrir situr Þórunn Helga Þórðardóttir lögfræðingur. Summa hagnaðist um 3,7 milljónir króna á síðasta ári borið saman við 243 milljóna hagnað árið 2016. Alls námu hreinar rekstrartekjur tæpum 143 milljónum í fyrra en rekstrargjöld voru 138 milljónir. Var fyrirtækið með um 25 milljarða króna í stýringu í lok síðasta árs. Summa rekur meðal annars innviðasjóð sem er í eigu íslenskra lífeyrissjóða en forsvarsmenn fyrirtækisins telja aðkomu slíkra sjóða að brýnum innviðaverkefnum hér á landi, svo sem í vegakerfinu, ákjósanlega. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Starfsmenn sjóðastýringarfyrirtækisins Summu rekstrarfélags hafa keypt fjórðungshlut Íslandsbanka í fyrirtækinu og eignast þannig allt hlutafé þess. Starfsmennirnir fjórir, Sigurgeir Tryggvason framkvæmdastjóri, Haraldur Óskar Haraldsson, Hrafnkell Kárason og Ómar Örn Tryggvason, eiga Summu í gegnum eignarhaldsfélagið Megind. Summa var áður dótturfélag Íslandsbanka en bankinn hefur selt sig úr félaginu í nokkrum skrefum á undanförnum árum. Sigurgeir staðfestir við Markaðinn að kaupin á fjórðungshlut Íslandsbanka hafi gengið í gegn í byrjun síðasta mánaðar. „Eigendurnir, sem eru jafnframt allir starfsmenn Summu, hafa mikla trú á félaginu og framtíðarhorfum þess. Við starfsmenn og hluthafar erum nú einir ábyrgir fyrir því að nýta þá möguleika sem eru til staðar en teljum jafnframt að viss tækifæri felist í félagi sem er sjálfstætt og óháð á fjármálamarkaði,“ segir hann. Þá hafa þeir Birgir Örn Arnarson, yfirmaður hjá PayPal, og Tryggvi Björn Davíðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaða hjá Íslandsbanka, tekið sæti í stjórn sjóðastýringarfyrirtækisins en þar fyrir situr Þórunn Helga Þórðardóttir lögfræðingur. Summa hagnaðist um 3,7 milljónir króna á síðasta ári borið saman við 243 milljóna hagnað árið 2016. Alls námu hreinar rekstrartekjur tæpum 143 milljónum í fyrra en rekstrargjöld voru 138 milljónir. Var fyrirtækið með um 25 milljarða króna í stýringu í lok síðasta árs. Summa rekur meðal annars innviðasjóð sem er í eigu íslenskra lífeyrissjóða en forsvarsmenn fyrirtækisins telja aðkomu slíkra sjóða að brýnum innviðaverkefnum hér á landi, svo sem í vegakerfinu, ákjósanlega.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira