Viðskipti innlent

Brim þyrfti að losa eignir

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður
Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður

Útgerðarfélagið Brim þyrfti að losa sig við eignir fari svo að hluthafar í HB Granda samþykki yfirtökutilboð Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims og stjórnarformanns HB Granda.

Vefmiðillinn Undercurrent News greinir frá því að útgerðarfélagið Ögurvík eða Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum komi helst til greina. Brim keypti í apríl 34,1 prósents hlut Kristjáns Loftssonar í HB Granda á um 21,7 milljarða.

Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti verður Brim að leggja fram yfirtökutilboð til annarra hluthafa í HB Granda, en það virkjast þegar hluthafi eignast samtals að minnsta kosti 30 prósenta atkvæðisrétt í félagi sem skráð er í Kauphöllinni. Yfirtökutilboðið rennur út 1. júní.

Brim er búið að tryggja sér fjármögnun frá Landsbankanum upp á tæpa 22 milljarða en hærri upphæð fæst ekki. Því er ljóst að meira þarf til til að fjármagna kaupin á HB Granda, fari svo að hluthafar samþykki yfirtökutilboðið.


Tengdar fréttir

Vilja ekki missa einu útgerðina af markaði

Veruleg samlegðaráhrif skapast með kaupum Brims á þriðjungshlut í HB Granda. Ólíklegt þykir að lífeyrissjóðir í hópi stærstu hluthafa HB Granda muni taka yfirtökutilboði Brims. Hópur hluthafa telur aðkomu Hvals að HB Granda hafa skaðað sjávarútvegsfyrirtækið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.