Griezmann aðalmaðurinn er Atletico vann Evrópudeildina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Atletico fagna í kvöld.
Leikmenn Atletico fagna í kvöld. vísir/afp

Atletico Madrid er Evrópudeildarmeistari eftir 3-0 sigur á Marseille í úrslitaleiknum sem fram fór í Lyon í kvöld.

Það byrjaði vel fyrir Atletico því liðið komst yfir á 21. mínútu. Antoine Griezmann fékk þá boltann á silfurfati eftir ömurleg mistök í vörn Marseille og Frakkinn kláraði færið vel.

Staðan var 1-0 í hálfleik en það var svo Griezmann sem skoraði annað mark leiksins einnig. Hann tvöfaldaði forystuna á 49. mínútu og Atletico komið langleiðina með að tryggja sér titilinn.

Það var svo Gabi sem innsiglaði sigurinn undir lok leiksins en skömmu áður höfðu leikmenn Marseille skallað boltanum í stöng. Lokatölur 3-0 sigur Atletico.

Þetta er í þriðja sinn sem Atletico vinnur Evrópudeildina en þeir unnu hana einnig tímabilin 2009/10 og 2011/12.

Þeir eru því komnir með Meistaradeilarsæti á næstu leiktíð sem þeir voru þó búnir að tryggja sér í deildinni heima fyrir.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.