Hörmungar Grosjean halda áfram Bragi Þórðarson skrifar 17. maí 2018 11:30 Bíll Grosjean var fjarlægður af brautinni á Spáni snemma leiks um helgina vísir/getty Frakkinn Romain Grosjean hefur átt vægast sagt slæma byrjun á Formúlu 1 tímabilinu. Hann hefur aðeins klárað tvær af þeim fimm keppnum sem lokið er, og í bæði skiptin hefur hann verið langt á eftir liðsfélaga sínum. Besti árangur Frakkans til þessa er 13. sætið í Barein kappakstrinum. Það verður að teljast lélegt þar sem liðsfélagi hans, Kevin Magnussen, varð fimmti í eyðimörkinni og er nú þegar kominn með 19 stig í keppni ökuþóra. Í spænska kappakstrinum um helgina varð Grosjean frá að hverfa strax í þriðju beygju eftir að hafa misst stjórn á Haas-bíl sínum. Ekki nóg með það, heldur keyrði hann tvo aðra ökumenn út með því að hringspólast á miðri brautinni. Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, hefur því gefið Grosjean þriggja sæta refsingu á ráspól í næstu keppni sem fer fram í Mónakó 27. Maí. Aðrir ökumenn í Formúlunni eru hreint ekki sáttir við akstursstíl Frakkans, og telja hann vera stórhættulegan. „Hann ætti að fara í bann fyrir þetta,“ sagði Nico Hulkenberg eftir spænska kappaksturinn, en Nico er einn þeirra sem Romain klessti á. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem akstursstíll Grosjean fær harða gagnrýni. Mark Webber sagði árið 2012 að ræsa ætti Romain sér, svo hinir gætu keppt sín á milli og ekki þurft að hafa áhyggjur af Frakkanum. Það er því alveg ljóst að sæti Grosjean hjá Haas gæti verið í hættu, sérstaklega þar sem Magnussen hefur byrjað tímabilið mjög vel. Formúla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Frakkinn Romain Grosjean hefur átt vægast sagt slæma byrjun á Formúlu 1 tímabilinu. Hann hefur aðeins klárað tvær af þeim fimm keppnum sem lokið er, og í bæði skiptin hefur hann verið langt á eftir liðsfélaga sínum. Besti árangur Frakkans til þessa er 13. sætið í Barein kappakstrinum. Það verður að teljast lélegt þar sem liðsfélagi hans, Kevin Magnussen, varð fimmti í eyðimörkinni og er nú þegar kominn með 19 stig í keppni ökuþóra. Í spænska kappakstrinum um helgina varð Grosjean frá að hverfa strax í þriðju beygju eftir að hafa misst stjórn á Haas-bíl sínum. Ekki nóg með það, heldur keyrði hann tvo aðra ökumenn út með því að hringspólast á miðri brautinni. Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, hefur því gefið Grosjean þriggja sæta refsingu á ráspól í næstu keppni sem fer fram í Mónakó 27. Maí. Aðrir ökumenn í Formúlunni eru hreint ekki sáttir við akstursstíl Frakkans, og telja hann vera stórhættulegan. „Hann ætti að fara í bann fyrir þetta,“ sagði Nico Hulkenberg eftir spænska kappaksturinn, en Nico er einn þeirra sem Romain klessti á. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem akstursstíll Grosjean fær harða gagnrýni. Mark Webber sagði árið 2012 að ræsa ætti Romain sér, svo hinir gætu keppt sín á milli og ekki þurft að hafa áhyggjur af Frakkanum. Það er því alveg ljóst að sæti Grosjean hjá Haas gæti verið í hættu, sérstaklega þar sem Magnussen hefur byrjað tímabilið mjög vel.
Formúla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira