Segir að lífeyrissjóðirnir muni stórauka erlenda fjárfestingu sína Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. maí 2018 19:45 Dósent við Háskóla Íslands telur að eignir íslensku lífeyrissjóðanna séu orðnar of miklar fyrir fjármálamarkaðinn hér á landi. Ákjósanlegt væri að greiða hluta iðngjalda út jafnóðum. Seðlabankastjóri segir að lífeyrissjóðsgjöld kunni að vera orðin of há. Eignir íslensku lífeyrissjóðanna eru tæplega fjögur þúsund milljarða króna samkvæmt tölum frá Seðlabankanum. Það samsvarar um einni og hálfri landsframleiðslu. Á fundi Kjarnans og Landssamtaka lífeyrissjóða í morgun var spurt hvort lífeyrissjóðirnir væru að verða of stórir fyrir Ísland. Gylfi Magnússon í viðskiptafræði við Háskóla Íslands telur að svo sé að einhverju leiti. „Það er æskilegra að stefna að aðeins minni sjóðssöfnun. Einfaldlega vegna þess að það verður mjög erfitt fyrir sjóðina að ávaxta sitt fé með ákjósanlegri ávöxtun. Ef sjóðirnir vaxa jafn mikið og stefnir í,“ segir Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hann telur að lausn á þessu sé svokallað gegnumstreymiskerfi. „Ég tel heppilegra að stefnt verði að aðeins minni vexti sjóðsöfnunarkerfisins. Og í staðinn verði byggð upp styrkari stoð sem kölluð verði gegnumstreymiskerfi þar sem hluti iðgjalda rennur jafnharðan til að greiða lífeyri frekar en til þess að kaupa verðbréf sem eru svo notuð til þess að greiða lífeyri einhvern tíma löngu síðar.“ Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir mögulegt að iðgjöld séu orðin of há. „Það kann að vera að iðgjöld til lífeyrissjóða séu í einhverjum skilningi orðin of há,“ segir hann. Þorbjörn Guðmundsson formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir mikilvægt að stórauka erlenda fjárfestingu lífeyrissjóðanna, nú sé hún um 27% en ákjósanlegt hlutfall sé um 40%. „Lífeyrissjóðirnir munu stórauka erlendar fjárfestingar. Þeir gátu það ekki frá 2008 til 2017 og ef gjaldeyrishöftin hefðu ekki verið hefði hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóðanna verið miklu hærra en það er í dag,“ segir Þorbjörn. Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Dósent við Háskóla Íslands telur að eignir íslensku lífeyrissjóðanna séu orðnar of miklar fyrir fjármálamarkaðinn hér á landi. Ákjósanlegt væri að greiða hluta iðngjalda út jafnóðum. Seðlabankastjóri segir að lífeyrissjóðsgjöld kunni að vera orðin of há. Eignir íslensku lífeyrissjóðanna eru tæplega fjögur þúsund milljarða króna samkvæmt tölum frá Seðlabankanum. Það samsvarar um einni og hálfri landsframleiðslu. Á fundi Kjarnans og Landssamtaka lífeyrissjóða í morgun var spurt hvort lífeyrissjóðirnir væru að verða of stórir fyrir Ísland. Gylfi Magnússon í viðskiptafræði við Háskóla Íslands telur að svo sé að einhverju leiti. „Það er æskilegra að stefna að aðeins minni sjóðssöfnun. Einfaldlega vegna þess að það verður mjög erfitt fyrir sjóðina að ávaxta sitt fé með ákjósanlegri ávöxtun. Ef sjóðirnir vaxa jafn mikið og stefnir í,“ segir Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hann telur að lausn á þessu sé svokallað gegnumstreymiskerfi. „Ég tel heppilegra að stefnt verði að aðeins minni vexti sjóðsöfnunarkerfisins. Og í staðinn verði byggð upp styrkari stoð sem kölluð verði gegnumstreymiskerfi þar sem hluti iðgjalda rennur jafnharðan til að greiða lífeyri frekar en til þess að kaupa verðbréf sem eru svo notuð til þess að greiða lífeyri einhvern tíma löngu síðar.“ Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir mögulegt að iðgjöld séu orðin of há. „Það kann að vera að iðgjöld til lífeyrissjóða séu í einhverjum skilningi orðin of há,“ segir hann. Þorbjörn Guðmundsson formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir mikilvægt að stórauka erlenda fjárfestingu lífeyrissjóðanna, nú sé hún um 27% en ákjósanlegt hlutfall sé um 40%. „Lífeyrissjóðirnir munu stórauka erlendar fjárfestingar. Þeir gátu það ekki frá 2008 til 2017 og ef gjaldeyrishöftin hefðu ekki verið hefði hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóðanna verið miklu hærra en það er í dag,“ segir Þorbjörn.
Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira