Hópuppsagnir hjá Novomatic Grétar Þór Sigurðsson skrifar 26. apríl 2018 06:00 Skrifstofur Novomatic Lottery Solutions (Iceland) eru við Holtasmára 1 í Kópavogi. Vísir/Sigtryggur Átján starfsmönnum Novomatic Lottery Solutions (Iceland) hf. var sagt upp í vikunni. Samkvæmt upplýsingum frá Novomatic LS er um að ræða störf í hugbúnaðargerð en fyrirtækið hannar hugbúnað fyrir ríkisrekin lotterí og hefur viðskiptavini víða um heim. Eftir uppsagnirnar munu 94 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu á Íslandi. Trúnaðarmaður starfsmanna, Borislav Makarov, sagði andrúmsloftið á vinnustaðnum eðli málsins samkvæmt ekki vera gott. Hann staðfesti við blaðamann að ástæða uppsagnanna væri sú að stór kúnni hefði slitið samningi sínum við Novomatic LS. Framtíðartekjur yrðu þar af leiðandi lægri en vonir stóðu til og því var fólki sagt upp. Hann sagði að fækkað hafi í hverri deild fyrirtækisins um um það bil 10 prósent svo álag starfsmanna ætti örugglega eftir að aukast. Borislav benti einnig á að uppsagnirnar væru ekki bundnar við Ísland en samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru uppsagnirnar liður í víðtækari aðgerðum fyrirtækisins til hagræðingar. Sjö starfsmönnum hafi verið sagt upp á Spáni og sautján í Serbíu. Utan Íslands starfa um það bil 240 manns á öðrum starfsstöðvum fyrirtækisins. Aðallega voru það forritarar sem misstu vinnuna í uppsögnunum. Að sögn Borislavs gegndu starfsmennirnir þó mismunandi hlutverkum. Hann segir að fyrirtækið hafi séð til þess að þeim sem sagt hafi verið upp hafi verið veittur stuðningur, bæði með aðkomu ráðgjafar- og ráðningarfyrirtækis. Vinnumálastofnun var greint frá uppsögnunum með lögboðnum fyrirvara og samráð var haft við trúnaðarmenn starfsmanna. Nokkur fyrirtæki hafa haft samband beint við Novomatic LS og óskað eftir starfskröftum þeirra sem láta af störfum. Fréttablaðið hafði samband við mannauðsstjóra fyrirtækisins, Ernu Arnardóttur, sem vildi lítið tjá sig um málið en svaraði fyrirspurn með skriflegu svari. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Guðmundur Gauti Guðmundsson, baðst einnig undan viðtali. Novomatic rataði í fréttirnar hérlendis þegar samsteypan keypti íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Betware ehf. Kaupverðið var trúnaðarmál. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á þeim tíma nam kaupverðið á milli tveggja og þriggja milljarða króna. Betware hafði þá frá árinu 1998 þróað og selt netlausnir fyrir leikjaiðnaðinn með áherslu á lottóleiki. Á heimasíðu Novomatic er sagt að kaupin hafi á sínum tíma verið ein stærsta erlenda fjárfestingin á Íslandi eftir hrunið 2008. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Betware selt fyrir tvo til þrjá milljarða 90 prósenta hlutur í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware hefur verið seldur austurrísku fyrirtækjasamsteypunni Novomatic. Kaupverðið er tveir til þrír milljarðar króna. Höfuðstöðvar fyrirtækisins og starfsfólk verður áfram hér á landi. 11. nóvember 2013 07:00 Sala Betware stærsta erlenda fjárfesting frá hruni Austurrísk fyrirtækjasamsteypa festi kaup á íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware. Salan er á meðal stærstu erlendra fjárfestinga í íslensku athafnalífi frá hruni. Fyrrum eigandi fyrirtækisins segir það sæta furðu að íslensk yfirvöld hlúi ekki betur að sprotafyrirtækjum. 11. nóvember 2013 18:30 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Átján starfsmönnum Novomatic Lottery Solutions (Iceland) hf. var sagt upp í vikunni. Samkvæmt upplýsingum frá Novomatic LS er um að ræða störf í hugbúnaðargerð en fyrirtækið hannar hugbúnað fyrir ríkisrekin lotterí og hefur viðskiptavini víða um heim. Eftir uppsagnirnar munu 94 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu á Íslandi. Trúnaðarmaður starfsmanna, Borislav Makarov, sagði andrúmsloftið á vinnustaðnum eðli málsins samkvæmt ekki vera gott. Hann staðfesti við blaðamann að ástæða uppsagnanna væri sú að stór kúnni hefði slitið samningi sínum við Novomatic LS. Framtíðartekjur yrðu þar af leiðandi lægri en vonir stóðu til og því var fólki sagt upp. Hann sagði að fækkað hafi í hverri deild fyrirtækisins um um það bil 10 prósent svo álag starfsmanna ætti örugglega eftir að aukast. Borislav benti einnig á að uppsagnirnar væru ekki bundnar við Ísland en samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru uppsagnirnar liður í víðtækari aðgerðum fyrirtækisins til hagræðingar. Sjö starfsmönnum hafi verið sagt upp á Spáni og sautján í Serbíu. Utan Íslands starfa um það bil 240 manns á öðrum starfsstöðvum fyrirtækisins. Aðallega voru það forritarar sem misstu vinnuna í uppsögnunum. Að sögn Borislavs gegndu starfsmennirnir þó mismunandi hlutverkum. Hann segir að fyrirtækið hafi séð til þess að þeim sem sagt hafi verið upp hafi verið veittur stuðningur, bæði með aðkomu ráðgjafar- og ráðningarfyrirtækis. Vinnumálastofnun var greint frá uppsögnunum með lögboðnum fyrirvara og samráð var haft við trúnaðarmenn starfsmanna. Nokkur fyrirtæki hafa haft samband beint við Novomatic LS og óskað eftir starfskröftum þeirra sem láta af störfum. Fréttablaðið hafði samband við mannauðsstjóra fyrirtækisins, Ernu Arnardóttur, sem vildi lítið tjá sig um málið en svaraði fyrirspurn með skriflegu svari. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Guðmundur Gauti Guðmundsson, baðst einnig undan viðtali. Novomatic rataði í fréttirnar hérlendis þegar samsteypan keypti íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Betware ehf. Kaupverðið var trúnaðarmál. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á þeim tíma nam kaupverðið á milli tveggja og þriggja milljarða króna. Betware hafði þá frá árinu 1998 þróað og selt netlausnir fyrir leikjaiðnaðinn með áherslu á lottóleiki. Á heimasíðu Novomatic er sagt að kaupin hafi á sínum tíma verið ein stærsta erlenda fjárfestingin á Íslandi eftir hrunið 2008.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Betware selt fyrir tvo til þrjá milljarða 90 prósenta hlutur í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware hefur verið seldur austurrísku fyrirtækjasamsteypunni Novomatic. Kaupverðið er tveir til þrír milljarðar króna. Höfuðstöðvar fyrirtækisins og starfsfólk verður áfram hér á landi. 11. nóvember 2013 07:00 Sala Betware stærsta erlenda fjárfesting frá hruni Austurrísk fyrirtækjasamsteypa festi kaup á íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware. Salan er á meðal stærstu erlendra fjárfestinga í íslensku athafnalífi frá hruni. Fyrrum eigandi fyrirtækisins segir það sæta furðu að íslensk yfirvöld hlúi ekki betur að sprotafyrirtækjum. 11. nóvember 2013 18:30 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Betware selt fyrir tvo til þrjá milljarða 90 prósenta hlutur í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware hefur verið seldur austurrísku fyrirtækjasamsteypunni Novomatic. Kaupverðið er tveir til þrír milljarðar króna. Höfuðstöðvar fyrirtækisins og starfsfólk verður áfram hér á landi. 11. nóvember 2013 07:00
Sala Betware stærsta erlenda fjárfesting frá hruni Austurrísk fyrirtækjasamsteypa festi kaup á íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware. Salan er á meðal stærstu erlendra fjárfestinga í íslensku athafnalífi frá hruni. Fyrrum eigandi fyrirtækisins segir það sæta furðu að íslensk yfirvöld hlúi ekki betur að sprotafyrirtækjum. 11. nóvember 2013 18:30